Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Lamið á“ Áslaugu og hún „hengd“ af því hún er kona

Þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins og vara­þing­kona Vinstri grænna segja fjöl­miðla lemja á for­manni alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar vegna þess að hún er kona. Áslaug Arna sagði Frétta­blað­inu að hún hygð­ist ekki end­ur­skoða hegð­un sína á sam­fé­lags­miðl­um, enda hafa beðist af­sök­un­ar.

„Lamið á“ Áslaugu og hún „hengd“ af því hún er kona

Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og Hildur Knútsdóttir, varaþingkona Vinstri grænna, telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sæti ómaklegum árásum í kjölfar mistaka sinna vegna þess að hún er kona. „Áfram er lamið á henni. Nú skal sko taka hana niður,“ segir Eygló í færslu á Facebook. 

Stundin greindi frá því í byrjun vikunnar að Áslaug Arna hefði óskað eftir aðstoð á Twitter svo hún gæti horft á streymi af hnefaleikabardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Haft var eftir stjórnarformanni Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði að það væri sorglegt að þingmenn nýttu sér ólöglega þjónustu. Fleiri fjölmiðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og baðst Áslaug Arna að lokum afsökunar á hegðun sinni. Stundin greindi frá því sama dag að Áslaug Arna hefði lagst sérstaklega gegn því að fjallað yrði um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, en dregið í land eftir að nefndasvið Alþingis skilaði áliti um málið.

Í dag greindi svo Fréttablaðið frá því að Áslaug hefði lækað Twitter-færslu um að ósk um fund þingnefndar væri lýðskrum. Lækið var sett í samhengi við fundi þingnefnda síðustu misserin um veitingu uppreistar æru. Aðspurð sagði Áslaug í viðtali við Fréttablaðið að hún teldi ekki ástæðu til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera,“ er haft eftir henni í Fréttablaðinu. 

Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, tjáir sig um fréttaflutning af Áslaugu Örnu á Facebook í dag. „Kona gerir mistök og biðst afsökunar. Áfram er lamið á henni. Nú skal sko taka hana niður. Karl gerir mistök. Allt í þessu fína,“ skrifar hún.

„Konur í pólitík fá alltaf verri útreið en karlar“

Þá leggur Hildur Knútsdóttir, varaþingkona Vinstri grænna, orð í belg: „Mér sýnist á fréttaflutningi að nú eigi að hengja Áslaugu Örnu. Ég er ekki að segja að mér finnist hún endilega flekklaus stjórnmálamaður, því fer fjarri, en ég er orðin svo þreytt á því að sjá hvernig konur í pólitík fá alltaf verri útreið en karlar. Það er engu líkara en að það séu gerðar miklu strangari siðferðiskröfur til þeirra. Getum við til dæmis munað að Bjarni Ben, forsætisráðherrann sjálfur, var í Panamaskjölunum? Og getum við munað þátt hans í Vafningsmálinu? Og hversu oft hefur fólk tengt honum hagnast á einkavæðingu ríkisins?“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár