Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn funduðu með forseta um uppreist æru

„Ég vildi fá fram hans sjón­ar­mið í þessu máli og hann tók vel í það,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, í sam­tali við Stund­ina.

Þingmenn funduðu með forseta um uppreist æru

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur átt fundi með þingmönnum um veitingu uppreist æru og ætlar að skýra betur afstöðu sína í þeim efnum á næstunni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, fór á fund Guðna á mánudag. „Ég vildi fá fram hans sjónarmið í þessu máli og hann tók vel í það. Það var gagnlegt að ræða við hann,“ segir Þórhildur í samtali við Stundina en samkvæmt heimildum blaðsins hafa fleiri þingmenn fundað með forseta.

Bæði allsherjar- og menntamálanefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis funda um verklag við veitingu uppreistar æru í dag. Fundur fyrri nefndarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis, en dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á lagaákvæðum um uppreist æru.

Fram kom í síðustu viku að Guðni forseti hygðist ekki tjá sig um veitingu uppreistar æru til barnaníðings sem dæmdur var árið 2004 fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína í 12 ár frá því hún var um fimm ára gömul. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til í fyrra að maðurinn yrði sæmdur óflekkuðu mannorði. Forseti undirritaði tillöguna, í samræmi við viðteknar stjórnskipunarvenjur, þann 16. september, sama dag og barnaníðingurinn Robert Downey fékk uppreist æru.

Þegar mál Downeys komst í hámæli steig Guðni fram í fjölmiðlum og benti á að ákvörðun um uppreist æru væri ekki tekin af honum sjálfum heldur í innanríkisráðuneytinu. Hann sagðist miður sín yfir málinu, ekki biðja um vorkunn en óska eftir að fólk sýndi sér sanngirni að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Sem kunnugt er bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum samkvæmt stjórnarskrá en forseti veitir þeim gildi með undirskrift sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forseti Íslands

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár