Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nauðgaði stjúpdóttur sinni nær daglega í 12 ár og fær uppreist æru

Mað­ur sem var dæmd­ur fyr­ir að mis­nota stjúp­dótt­ur sína kyn­ferð­is­lega frá því hún var 5 ára göm­ul þar til hún fór að heim­an fékk upp­reist æru þann 16. sept­em­ber, sama dag og barn­aníð­ing­ur­inn Robert Dow­ney.

Nauðgaði stjúpdóttur sinni nær daglega í 12 ár og fær uppreist æru
Uppreist æru án iðrunar Maðurinn misnotaði vald sitt yfir stúlkunni og olli henni djúpstæðum skaða, en hefur ekki viðurkennnt brotin eða iðrast. Myndin er sviðsett. Mynd: Shutterstock

Maður sem var dæmdur fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára, fékk uppreist æru þann 16. september síðastliðinn, sama dag og barnaníðingurinn Robert Downey.

Maðurinn var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi fyrir brotin árið 2004 og gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur taldi einsýnt að maðurinn hefði gerst sekur um „grófa kynferðislega misnotkun gagn­vart kæranda sem stóð yfir í langan tíma, eða um 12 ár allt frá unga aldri hennar“. Maðurinn hefði misnotað freklega vald sitt yfir henni sem stjúpfaðir og valdið henni djúpstæðum skaða.

Í dóminum yfir manninum kemur fram að hann hafi neitað allri sök. Þegar Stundin hafði samband við manninn kvartaði hann undan því að níðst hefði verið á sér og sagðist hafa verið dæmdur án sannana. „Sko, það er eitt að vera dæmdur án sannana, það er mjög alvarlegt og ég er ekki að hanga í því af því að það hentar mér. Málið er að það er enn verið, þegar þú ert búinn að sitja af þér og búinn með allt saman, þá er enn verið að níðast á þér,“ segir maðurinn. Rétt er að taka fram að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands töldu fullsannað að maðurinn hefði brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni.

Mikil reiði blossaði upp í vor eftir að greint var frá því að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði fengið uppreist æru og öðlast lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin og þremur sem voru fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og tældi þær til kynmaka með peningagjöfum. Árið 2010 var hann dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni án þess að honum væri gerð refsing í því máli. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til við forseta Íslands þann 14. september 2016 að Robert fengi uppreist æru og óflekkað mannorð en bréfið var undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni forseta tveimur dögum síðar og öðlaðist þá formlegt gildi.

Nú er orðið ljóst að annar kynferðisbrotamaður, sem fékk þyngri refsingu og framdi brot gegn barni sem var enn yngra en fórnarlömb Roberts, fékk einnig uppreist æru sama dag. Maðurinn staðfesti þetta sjálfur þegar Stundin hafði samband við hann. „Jú, ég fékk uppreist æru eftir að hafa verið rekinn 13 sinnum úr vinnu,“ sagði hann. 

Stundin ræddi einnig við þolanda mannsins sem hafði ekki vitneskju um málið. Henni varð brugðið þegar hún frétti að ríkið hefði veitt manninum óflekkað mannorð. 

Misnotuð frá því að hún man eftir sér

Brotin voru framin á tímabilinu 1988 eða 1989 til 2000. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafði fyrst afskipti af heimilinu árið 1997 eftir að tilkynning barst um hugsanlega kynferðislega áreitni stjúpföðurins gagnvart stúlkunni og í janúar árið 2002 kærði stúlkan hann til lögreglu. Sagði hún manninn hafa misnotað sig kynferðislega „frá því hún man eftir sér og fram að þeim tíma er hún fór að heiman 18 ára gömul“.

Maðurinn var ákærður í september sama ár og gefið að sök að hafa „nær daglega haft við hana samræði eða önnur kyn­ferð­ismök“ á umræddu tímabili og fundinn sekur í Hæstarétti tveimur árum síðar. Um leið var hann sýknaður af ákærulið um að hafa einnig framið kynferðisbrot gegn frænku stúlkunnar þegar hún var 13 ára gömul, þrátt fyrir að framburður hennar væri metinn trúverðugur og ljóst þætti að hún hefði orðið fyrir áfalli og fengið áfallastreituröskun.

Vildi vera „bæði faðirinn og afinn“

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2003 sem staðfestur var í Hæstarétti þann 25. mars árið 2004 koma fram ítarlegar lýsingar á grófu og margvíslegu kynferðislegu ofbeldi sem maðurinn beitti stjúpdóttur sína allt frá því hún var lítið barn. Verða grófustu lýsingarnar ekki hafðar eftir hér, en brotin fóru meðal annars fram heima hjá þeim, í bifreið fjölskyldunnar, í fjallgöngum og á ferðalögum erlendis.

Eftir að stúlkan varð eldri og fór að kynnast strákum ráðlagði stjúpfaðirinn henni að segja strákunum ekki frá því sem hann hefði gert, því þá myndi enginn líta við henni. Henni leið eins og ofbeldi mannsins væri sér að kenna og það var ekki fyrr en hún varð 18 ára sem hún skildi að sökin var ekki hennar. „Stúlkan segir að ákærði hafi iðu­lega sagt við hana að ef hún segði öðrum frá háttsemi hans myndi enginn trúa þessu upp á hann því allir vissu hvað hann væri góður maður, en hún væri viðbjóður og fólki myndi finnast það. Hann hafi líka sagt að ef hún tryði einhverjum strák fyrir þessu myndi enginn líta við henni,“ segir í dóminum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár