Samstarfsaðili Mjólkursamsölu Íslands (MS) í Svíþjóð hefur tapað einkaleyfinu á því að nota vörumerkið „skyr“ í landinu. Samkvæmt dómi í sérstökum einkaleyfisdómstóli í Stokkhólmi, sem heitir Patent- och marknadsdomstolen, frá því í lok júlí, er skyr vörutegund en ekki sérstakt vörumerki sem fyrirtæki getur haft einkaleyfi á. Þess vegna er ekki hægt að skrá orðið skyr sem einkaleyfisskylt vörumerki. Tapið opnar fyrir möguleikann á samkeppni í framleiðslu á skyri í Svíþjóð frá öðrum fyrirtækjum og getur haft áhrif á tekjur MS.
Skyr er eins og mjólk, rjómi og ostur
Skyr kom á markaðinn í Svíþjóð fyrir tæpum sex árum síðan. Framleiðandinn er sænska fyrirtækið Kavli sem er samstarfsaðili Mjólkursamsölunnar á Íslandi. Kavli fékk orðið skyr skráð í Svíþjóð sem sérstakt vörumerki en ákvörðuninni var áfrýjað til dómstóla af mjólkurvörufyrirtækinu Skånemejerier. Skånemejerier hefur nefnilega í mörg ár sýnt því áhuga að markaðssetja skyr í Svíþjóð undir sínu nafni. Vörumerkjaskráningin hefur hins …
Athugasemdir