Eigandi laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax, Fiskisund ehf., hagnaðist um rúmlega 1.400 milljónir króna í fyrra þegar norska eldisfyrirtækið SalMar AS fjárfesti í fyrirtækinu í gegnum laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal. Þetta kemur fram í ársreikningi Fiskisunds ehf. sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra um miðjan ágúst. Eigendur Fiskisunds ehf. eru eignarhaldsfélög í eigu þeirra Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur og Kára Guðjónssonar. Ekki er tekið fram að hagnaður félagsins hafi verið út af sölunni á Fjarðalax en fyrirtækið átti umrædd hlutabréf sem voru seld. Enginn arður var tekinn út úr félaginu í fyrra en hins vegar var veitt víkjandi lán upp á rúmlega 1.500 milljónir króna.
Norskt fé í uppbyggingu eldisins
Í ársreikningi SalMar fyrir árið 2016, sem gerður var opinber …
Athugasemdir