Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Birta bréfið sem veitir Róberti óflekkað mannorð

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur af­hent Stund­inni bréf­ið sem veit­ir Ró­berti Dow­ney upp­reist æru. Und­ir það skrifa Ólöf Nor­dal og Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir og for­set­inn „fellst á til­lög­una“. Bjarni Bene­dikts­son gaf fyr­ir rúm­um sex vik­um til kynna að hann hefði tek­ið við mál­inu af Ólöfu en leið­rétti það ekki fyrr en í gær.

Birta bréfið sem veitir Róberti óflekkað mannorð
Robert Downey, dæmdur barnaníðingur Bjarni Benediktsson var ítrekað beðinn um rökstyðja hvers vegna hann hefði veitt Roberti Downey uppreist æru. Í leiðrétti hann þann misskilning að hann hefði átt aðkomu að málinu. Í bréfi sem Stundin fékk afhent frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að Ólöf Nordal hafi skrifað tillöguna um að veita Roberti Downey uppreist æru.

Ólöf Nordal heitin, fyrrverandi innanríkisráðherra, afgreiddi umsókn Roberts Downey um uppreist æru. Bréfið sem sent var til staðfestingar forseta Íslands var undirritað af Ólöfu og Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins.

Áður var talið að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði skrifað undir bréfið en í samtali við RÚV sagðist hann hafa tekið við málinu þegar hann starfaði sem dómsmálaráðherra í fjarveru Ólafar Nordal. Þá sagði hann: „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð.“

Í gær leiðrétti Bjarni loks þann skilning í færslu á Facebook. Þar segi Bjarni meðal annars: „Staðreynd málsins er sú að ég gegndi ekki embætti fyrir innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd í ráðuneytinu. Ekki heldur þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn eða voru lögð fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun. Enn undarlegra er að sjá skrif um að ég forðist umræðu um málið.“

Tilagan sem send var til forseta ÍslandsUndir bréfið skrifa Ólöf Nordal og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Leiðrétti ekki misskilninginn í sex vikur

Þann 16. júní tók RÚV viðtalið við Bjarna þar sem hann gaf til kynna að hafa átt aðkomu á málinu, með því að hafa tekið við því. Bergur Þór Ingólfsson, faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, einnar stúlkunnar sem Robert Downey braut á, segist vera orðinn svolítið ringlaður á þessu máli.

„Við erum auðvitað ánægð með að forsætisráðherra geri sér loksins það ómak að svara okkur og fjölmiðlum en erum á sama tíma frekar ringluð. Þann 16. júní sagði hann í viðtali við RÚV að hann hafi tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu sem hafi fengið sína hefðbundnu meðferð og hallist frekar að því að í þessu tilfelli sem öðrum eigi fólk að fá annað tækifæri í lífinu. Nú segir hann að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd né þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn og finnist hugtakið uppreist æru koma spánskt fyrir sjónir svo mikilvægt sé að hraða breytingum á reglugerðinni. Við erum eiginlega alveg jafn mikið í lausu lofti sem áður.“

Þá reyndi dóttir Bergs, Nína Rún Bergsdóttir, ítrekað að fá svör frá Bjarna við spurningum sínum. Í tvígang taggaði hún í færslur á Facebook og vonaðist eftir svörum. Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur facebook færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í samtali við DV.

Auk þess að þegja þunnu hljóði um málið útilokaði Bjarni varaþingmann Pírata, Snæbjörn Brynjarsson, frá Twitter-reikningi sínum vegna málsins. Snæbjörn velti því fyir sér af hverju Bjarni hefði ekki verið spurður hvað lá að baki þessari ákvörðun og taggaði Bjarna í færsluna. Viðbrögð Bjarna voru að útiloka hann og banna hann frá síðu Bjarna á Twitter.

Í gær birtist síðan leiðari í Fréttablaðinu þar sem Magnús Guðmundsson sagði að málið virtist vera vandamál fyrir ríkisvaldið og Bjarna Benediktsson, „sem sat á ráðherrastóli og skrifaði upp á að Robert Downey, maðurinn sem braut svo gróflega gegn þessum stúlkum, fengi uppreist æru. Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni.“

Leiðarinn varð til þess að Bjarni svaraði loks fyrir málið með Facebook-færslu. Í færslunni segist hann ekki hafa átt neina aðkomu að þeirri ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár