Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Nichole Leigh Mosty, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, sak­ar for­stjóra Land­spít­al­ans um að stunda „póli­tíska bar­áttu“ og vill setja stjórn yf­ir Land­spít­al­ann svo orku fag­fólks sé var­ið í ann­að en að „betla pen­ing“ af fjár­veit­ing­ar­vald­inu. Þetta við­ur­kenndi hún í um­ræð­um um fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í kvöld.

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, viðurkennir að hafa beitt sér fyrir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann til að forstjóri spítalans hætti að kalla eftir auknum fjármunum til stofnunarinnar. Þetta kom fram í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi á ellefta tímanum í kvöld. 

Stjórnendur Landspítalans hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum harðlega undanfarnar vikur og jafnframt leiðrétt rangar fullyrðingar ráðherra um heilbrigðismál.

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin. Það er ég sem er búin að vera að hlaupa hérna um þinghús og leggja fram hugmyndir um að setja stjórn yfir spítalann,“ sagði Nichole eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði hana um tillögu meirihluta fjárlaganefndar þess efnis að skipuð verði pólitísk stjórn yfir Landspítalann þótt slíkt sé alla jafna ekki venjan hjá A-hluta stofnunum hins opinbera. 

„Það er ég sem er búin að vera að hlaupa hérna um þinghús og leggja fram hugmyndir um að setja stjórn yfir spítalann“

Nichole sagði tillögu sína ekki setta fram á pólitískum heldur faglegum forsendum. „Að við setjum einhvern fagaðila í rekstri, til að forstjóri spítalans þurfi ekki að vera í baráttu, í pólitískri baráttu á fundi eftir pening, að hann þurfi ekkert að koma hérna niður í þinghús fimm mínútur í afgreiðslu fjárlaga til þess að betla pening,“ sagði Nichole.  

Nokkru fyrr hafði Nichole kvartað undan því að Landspítalinn væri „í vörn“ gagnvart stjórnvöldum. „Einhvern veginn er Landspítalinn í vörn,“ sagði hún. „Mín upplifun var að einhvern veginn var ég komin í stöðuga hagsmunabaráttu, svona 'he said she said', að vantar meira, við þurfum að gera meira, að þetta er mér erfitt, það þarf einhver að stíga inn, gera þetta saman, skilgreina þetta betur svo að það gagnist.“

Katrín Jakobsdóttir svaraði Nichole og sagði að Landspítalanum hefði verið sniðinn þröngur stakkur allt frá 2003. Hún velti fyrir sér hvort það væri ekki einmitt þetta sem útskýrði varnarbaráttuna sem Nichole lýsti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, furðaði sig einnig á ummælum Nichole og óskaði eftir frekari útskýringum.

Þá ítrekaði Nichole skoðun sína og sagðist ekki vilja að orka stjórnenda spítalans færi í að krefja Alþingi um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Orku fagfólks væri betur varið til annarra verka. Þá minntist hún sérstaklega á reynslu sína frá Bandaríkjunum.

„Ég ætla bara að taka það fram að ég kem frá öðru landi. Ég þekki hvorki spítala heima hjá mér, hvort sem hann er opinber eða einkavæddur, sem er án stjórnar. Þetta er bara mín reynsla, þetta er bara mín þekking. Og þegar ég sé menn að reyna að að reka spítala og líka vera í pólitískri baráttu fyrir pening á meðan það er svo gríðarlega mikið, og ég er ekkert að tala um allar stofnanir núna á þessum tímapunkti þegar það er svo mikið ákall fyrir uppbyggingu í spítala , í heilbrigðisþjónustu og við erum að byggja nýjan spítala... þeirra kraftur, þekking og orka á að vera þar.“

Nichole sagðist ekki hafa rætt þessi mál við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár