Þýskir hermenn heim með Icelandair

Könn­un­ar­leið­angri þýskra her­manna á Græn­landi er lok­ið.

Þýskir hermenn heim með Icelandair
Þýskir hermenn Farnir heim að loknum könnunarleiðangri til Grænlands. Mynd: AFP

Hermenn úr þýska hernum, Bundeswehr, fóru um dag borð í flugvél Icelandair sem var á leið frá Nuuk-flugvelli til Keflavíkur. Þannig lauk könnunarleiðangri hermannanna fimmtán til Grænlands, sem spratt af hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að yfirtaka landið. 

Samkvæmt uppýsingum blaðamanna Heimildarinnar, sem staddir eru í Nuuk, var klappað fyrir þýsku hermönnunum í gær. Sagði þýskur blaðamaður, sem staddur er í Nuuk, að þetta væri væntanlega eitt fárra skipta sem klappað hefur verið fyrir þýskum hermönnum á síðari árum.

Í dag funduðu evrópskir diplómatar á krísufundi um ástandið og leiðtogar Evrópuríkja svöruðu hótunum Bandaríkjaforseta.

„Niðurstöður könnunarleiðangursins verða metnar á næstu dögum, sagði talsmaður hersins.

Hermennirnir komu til landsins ásamt sænskum, frönskum og norskum fulltrúum, auk þess sem Landhelgisgæslan íslenska sendi tvo fulltrúa. Þýsku hermennirnir dvöldu aðeins í 44 klukkustundir á Grænlandi, samkvæmt frásögn Bild, en framhaldið verður metið.

Talsmaður Hvíta hússins, Karoline Leavitt, gerði lítið úr leiðangrinum. „Forsetinn hefur lagt fram forgangsröðun sína með skýrum hætti, að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland.“ Þá hefur Hvíta húsið lýst viðræðum danska, grænlenska og bandaríska utanríkisráðherranna, ásamt varaforseta Bandaríkjanna, sem tæknilegum viðræðum um útærslu á yfirtökusamningi, gegn harðri neitun Grænlands og Danmerkur.

Danir hafa á móti boðað stórfellda aukningu útgjalda og viðeru til varnar Grænlandi, en Trump hefur setið fastur við sinn keip og segir betra að eiga Grænland en leigja, með tilvísun í fasteignageirann.

Á flugvellinum í NuukHermenn biðu brottfarar á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í dag.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár