Hermenn úr þýska hernum, Bundeswehr, fóru um dag borð í flugvél Icelandair sem var á leið frá Nuuk-flugvelli til Keflavíkur. Þannig lauk könnunarleiðangri hermannanna fimmtán til Grænlands, sem spratt af hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að yfirtaka landið.
Samkvæmt uppýsingum blaðamanna Heimildarinnar, sem staddir eru í Nuuk, var klappað fyrir þýsku hermönnunum í gær. Sagði þýskur blaðamaður, sem staddur er í Nuuk, að þetta væri væntanlega eitt fárra skipta sem klappað hefur verið fyrir þýskum hermönnum á síðari árum.
Í dag funduðu evrópskir diplómatar á krísufundi um ástandið og leiðtogar Evrópuríkja svöruðu hótunum Bandaríkjaforseta.
„Niðurstöður könnunarleiðangursins verða metnar á næstu dögum, sagði talsmaður hersins.
Hermennirnir komu til landsins ásamt sænskum, frönskum og norskum fulltrúum, auk þess sem Landhelgisgæslan íslenska sendi tvo fulltrúa. Þýsku hermennirnir dvöldu aðeins í 44 klukkustundir á Grænlandi, samkvæmt frásögn Bild, en framhaldið verður metið.
Talsmaður Hvíta hússins, Karoline Leavitt, gerði lítið úr leiðangrinum. „Forsetinn hefur lagt fram forgangsröðun sína með skýrum hætti, að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland.“ Þá hefur Hvíta húsið lýst viðræðum danska, grænlenska og bandaríska utanríkisráðherranna, ásamt varaforseta Bandaríkjanna, sem tæknilegum viðræðum um útærslu á yfirtökusamningi, gegn harðri neitun Grænlands og Danmerkur.
Danir hafa á móti boðað stórfellda aukningu útgjalda og viðeru til varnar Grænlandi, en Trump hefur setið fastur við sinn keip og segir betra að eiga Grænland en leigja, með tilvísun í fasteignageirann.























































Athugasemdir