Netverji birti í dag myndband sem hann tók við ströndina Ytri Tungu á Snæfellsnesi og sýnir hlæjandi ferðamenn kasta grjóti í átt að selum sem svömluðu í fjörunni.
Myndbandið birti viðkomandi á Reddit-síðunni „Visiting Iceland“. Á því sést manneskja kasta tveimur steinum á meðan önnur stendur hjá og tekur mynd.
Netverjinn spyr hvar tilkynna megi um svona hegðun. Aðrir á umræðuþræðinum benda hins vegar á að netverjinn hefði betur gripið inn í, rætt við ferðamennina um hegðun þeirra og beðið þá um að hætta.
„Mér líður illa yfir að hafa ekki gripið inn í“
„Nei, því miður vorum við sjokkeruð og þau voru í stórum hópi,“ segir sá sem birti myndbandið um ferðamennina. „Mér líður illa yfir að hafa ekki gripið inn í. Við mynduðum í mínútu og færðum okkur nær. Þau sáu okkur mynda og stara illilega á þau. Þá fóru þau á bílastæðið. Þannig að þau héldu …




















































Athugasemdir (1)