Landeigendur við Seljalandsfoss högnuðust um 270 milljónir króna á rekstri sínum fyrir skatta í fyrra, sem felst fyrst og fremst í innheimtu bílastæðagjalda. Landeigendur hófu að innheimta gjald af komum ferðamanna að fossinum árið 2017 undir þeim formerkjum að svæðið væri að „fara í rúst“. Nú er gjaldtakan orðin að gullnámu fyrir landeigendur sem hagnast meira og meira, með fádæma hagnaðarhlutfalli, ásamt því að þekktur fjárfestir hefur bæst í eigendahópinn.
Rekstrarreikningur félagsins Seljalandsfoss ehf. sýnir hversu ábatasöm gjaldskylda getur verið fyrir landeigendur við náttúruperlur, þar sem kostnaðurinn er lítill í samhengi við tekjurnar. Um leið sýnir saga gjaldskyldu svæðisins hvernig viðbrögð við þörf á uppbyggingu leiða til gríðarlegs hagnaðar fyrir eigendur á endanum.
Gjaldtaka rökstudd með neyð
Stærsti einstaki eigandi Seljalandsfoss ehf. er Kristján Ólafsson bóndi. Hann útskýrði upphaf gjaldtöku í samtali við Morgunblaðið 2017.
„Það er bara hörmung að horfa upp á þetta og líka bara hvernig svæðið er …


















































Athugasemdir