Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ísland og Þýskaland undirrita yfirlýsingu um varnarsamstarf

Vara við því að þró­un heims­mála muni „ógna ör­yggi okk­ar.“

Ísland og Þýskaland undirrita yfirlýsingu um varnarsamstarf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands.

Með yfirlýsingunni er lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem eflir eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Í yfirlýsingunni ákveða löndin tvö að „lýsa yfir ásetningi sínum um að dýpka og auka hagnýtt samstarf sín á milli með því að byggja á núverandi starfsemi og hrinda í framkvæmd nýjum verkefnum“ til að „takast betur á við sameiginlegar áskoranir 21. aldarinnar.“ 

Um er að ræða eitt af fleiri dæmum þess að Ísland eigi bein, tvíhliða samskipti og yfirlýsingar um varnarmál án aðkomu Bandaríkjanna.

„Þýskaland og Ísland eiga sér langa sögu um sameiginlega skuldbindingu gagnvart öryggi á evró-atlantshafssvæðinu og hafa verið bandalagsþjóðir innan NATO í yfir 70 ár. Undirrituð eru sannfærð um að bandalagið yfir Atlantshafið sé og verði hornsteinn öryggis í Evrópu,“ segir í viljayfirlýsingunni. 

Þar er varað við ógnum vegna þróunar heimsmála. 

Sameiginlegum hagsmunum okkar, gildum og meginreglum er nú ögrað með margvíslegum hætti – pólitískum, efnahagslegum, tæknilegum, hernaðarlegum og með blendingsaðgerðum. Undirrituð eru sannfærð um að veikleiki og óstöðugleiki í nágrenni Evrópu grafi undan öryggi okkar og skapi frjóan jarðveg fyrir hernaðarlega keppinauta, sem og hryðjuverkahópa, til að ná áhrifum, koma á óstöðugleika í samfélögum og ógna öryggi okkar.“

Þýski varnarmálaráðherrann kom til Íslands síðdegis í dag og átti fund með utanríkisráðherra sem lauk með undirritun yfirlýsingarinnar. Á morgun mun Pistorius funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli áður en hann heldur af landi brott. Í fylgdarliði varnarmálaráðherrans er hópur þingmanna úr þýska Sambandsþinginu og munu þingmennirnir funda með utanríkismálanefnd Alþingis á morgun.

Í frásögn Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu að Ísland hafi undanfarið unnið markvisst að tvíhliða samningum og yfirlýsingum.

„Ísland hefur að undanförnu markvisst aukið tvíhliða og svæðisbundið varnarsamstarf við grannríki og lykilbandamenn innan Atlantshafsbandalagsins. Slíkt samstarf gegnir mikilvægu hlutverki til að treysta gagnkvæman skilning og þekkingu sem eflir sameiginlega varnargetu Atlantshafsbandalagsins.  Ísland og Þýskaland hafa átt náið og farsælt samstarf innan bandalagsins í sjö áratugi og með þessari yfirlýsingu er tekið mikilvægt skref til að efla okkar tvíhliða varnarsamvinnu sem styrkir meginstoðir Íslands í varnar- og öryggissamstarfi, aðildina að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þjóðverjar hafa verið að auka varnargetu sína umtalsvert og horfa til að þess að styrkja getu til eftirlits og aðgerða á Norður-Atlantshafi ásamt öðrum bandalagsríkjum. Það mun auka öryggi svæðisins og efla sameiginlegar varnir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í yfirlýsingu Stjórnarráðsins.

Í júlí síðastliðnum var ákveðið á fundi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hefja viðræður um gerð samstarfsyfirlýsingar milli Íslands og ESB um öryggis- og varnarmál með það að markmiði að ljúka þeim á þessu ári. 

Samningarnir virðast vera viðleitni til þess að tryggja að lög og réttur ríki í alþjóðasamskiptum, á sama tíma og grafið er undan þeim með þróun stjórnmála í Bandaríkjunum.

„Saman skuldbinda undirritaðir aðilar sig til að viðhalda alþjóðlegri skipan sem byggist á reglum, í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í viljayfirlýsingu Íslands og Þýskalands um varnarmál.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár