Er tónlistin sem ég hlusta á búin til af alvöru tónlistarmanni eða ekki? Þetta er spurning sem æ fleiri spyrja sig þessa dagana með tilkomu forrita eins og Suno sem geta búið til lög með aðstoð spunagreindar. Ekki þarf nema að tikka í nokkur box og forritið skilar lagi sem hlustandinn gæti vel haldið að hafi verið sungið og spilað af mennskri hljómsveit í hljóðveri. Textann má skrifa sjálfur eða láta ChatGPT sjá um það líka eins og svo margt annað.
Fyrir vikið hafa stokkið fram á sjónarsviðið „tónlistarmenn“ sem ekkert hafa lært um tónlist. Einn þeirra, Oliver McCann, gerði nýverið plötusamning eftir að lag sem hann lét gervigreind búa til frá grunni fékk 3 milljónir spilana. „Ég hef enga tónlistarhæfileika,“ sagði hann við AP-fréttastofuna. „Ég kann ekki að syngja, ég kann ekki að spila á hljóðfæri og ég hef engan bakgrunn í tónlist.“
Önnur „hljómsveit“, Velvet Sundown, fékk …
Athugasemdir