„Next time in Moscow“

Vla­dimir Pútín sagði „sam­komu­lag“ hafa náðst milli Rúss­lands og Banda­ríkj­anna og Don­ald Trump lýsti því sama. Frétta­skýrend­ur eru ráð­villt­ir yf­ir því hvað gerð­ist á fund­in­um.

„Next time in Moscow“
Vladimir Pútín Gladdist á blaðamannafundi með Donald Trump. Mynd: AFP

Leiðtogafundi Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseti lauk rétt í þessu með óljósri niðurstöðu, en „samkomulagi“, að sögn Pútíns og Trumps. Forsetarnir svöruðu engum spurningum frá blaðamönnum eftir fundinn og útskýrðu í engu um hvað náðist samkomulag. 

Trump hafði boðað harðar refsiaðgerðir gegn Rússum og sagðist stefna að því að fundurinn leiddi til vopnahlés, en ekkert slíkt virðist hafa fengist frá Pútín.

„Það er enginn samningur fyrr en það er samningur,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi með Pútín í Alaska. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tíu ár sem Pútín kemur til Bandaríkjanna og fyrsta heimsókn hans til vestræns ríkis frá því hann hóf innrás í Úkraínu í því skyni að ná fram landvinningum.

Trump sagði á blaðamannafundi að báðir vildu þeir koma í veg fyrir að þúsundir myndu deyja í hverri viku.

„Við áttum afar árangursríkan fund og náðum samkomulagi um mörg atriði. Það eru aðeins örfá atriði eftir,“ sagði Trump  og bætti við: „Við náðum ekki alveg í mark, en við eigum mjög góða möguleika á að ná því.“

Hann sagði hafa náðst saman með mörg mál, en ekki öll. „Eitt er líklega mikilvægast, en við höfum mikla möguleika á að ná þangað,“ sagði hann án þess að útskýra nánar.

„Ég mun hringja í Nató fljótlega og ég mun hringja í Zelensky forseta [Úkraínu],“ sagði Trump.

Pútín sagði að Úkraína og bandamenn hennar í Evrópu ættu ekki að skapa „hindranir“ fyrir friði þegar hann talaði við hlið Donalds Trump.

Hann sagði að Moskva væntist þess „að Kiyv og höfuðborgir Evrópu muni taka öllu þessu á uppbyggilegan hátt og muni ekki skapa neinar hindranir, muni ekki gera tilraunir til að trufla framfarirnar sem eru að myndast með ögrun eða leynimakki á bak við tjöldin.“

Pútín fullyrti að þeir hefðu „náð samkomulagi“ og sagði tímabært að lagfæra sambandið milli Rússlands og Bandaríkjanna.

„Samningaviðræður okkar fóru fram í uppbyggilegu andrúmslofti og af gagnkvæmri virðingu. Þær voru mjög ítarlegar og gagnlegar,“ sagði Pútín við blaðamenn.

„Next time in Moscow!“ sagði Pútín á ensku undir blálok fundarins, eða: „Næst í Moskvu“.

„Það hitnar undir mér við það! En ég gæti séð það gerast,“ svaraði Trump.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár