Sigríður Rósa Sigurðardóttir, fyrrverandi safnstýra á Smámunasafninu og kleinuaktífisti á Akureyri, steikir kleinur og selur til að hjálpa fólki í neyð á Gaza. Uppskriftin kemur frá mömmu fyrrverandi mágkonu hennar í Vestmannaeyjum. „Ég smakkaði þær fyrst tólf ára hjá henni og þær eru bestu kleinur í heimi. Þegar ég steiki þær, þá kalla ég þær „kleinur með karakter“ því þær eru eins og við mannfólkið, alls konar í útliti en allar jafngóðar á bragðið.“
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún notar þessa aðferð til að safna peningum í hjálparstarf. „Ég steikti kleinur og safnaði fyrir skólagjöldum fyrir börn í Dar Es Salaam í Tansaníu þar sem vinkona mín er með stúlknaheimili ásamt fjölskyldunni sinni. Svo hef ég nýtt kleinusöluna í ýmis önnur góð málefni.“
Amma sat á úlfalda í íslenska búningnum
Sigríður Rósa segist vera búin að fylgjast með ástandinu á Gaza frá því að átökin hófust. En …
Athugasemdir (1)