Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tvö hrun breyttu lífinu

Guð­jón Ósk­ars­son hreins­ar tyggjók­less­ur af göt­um borg­ar­inn­ar og seg­ir að það láti sér líða vel að hreinsa til. Hann hef­ur tví­veg­is lent í hruni og þurft að end­urupp­götva sjálf­an sig.

Tvö hrun breyttu lífinu
Byrjaði í heimsfaraldrinum Tvö hrun hafa breytt lífi Guðjóns – þegar hann missti fyrirtækið sitt og þegar hann missti vinnuna í Covid. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er að fjarlægja tyggjóklessur fyrir framan 10/11 í Austurstræti. Það er alveg  gríðarlegt magn af tyggjói sem er hent hér. Ég byrjaði á þessu í Covid, en þá missti ég vinnuna út af ástandinu, eins og margir. Ég var að vinna í ferðaþjónustu, við hótel, í markaðsmálum. Okkur var öllum sagt upp vegna óvissunnar. Þá byrjaði ég að ganga til að hreyfa mig og gekk mikið. Og hugsaði: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Mér blöskraði. 

Ég hafði komið að þessu áður, úti á Spáni, þegar ég bjó þar árið 2008. Þegar ég var að jafna mig eftir aðgerð þá datt mér þetta í hug, að það gæti verið gott fyrir mig að gera þetta. Það vakti mikla lukku.

Það lætur mér líða vel að gera hreint. Það er svo margt sem ég fæ út úr þessu. Í Krakkaskaupinu kom eitthvert grín um tyggjókarlinn. Krakkarnir eru enn að heilsa mér, þessi aldurshópur sem var þá kannski átta ára en er bráðum að útskrifast úr grunnskóla og fara í menntaskóla. Ég segi alltaf að þessi aldurshópur komi ekki til með að henda tyggjói.

Áður vann ég við fataiðnaðinn í áratugi. Það var gríðarlega blómlegur fataiðnaður hérna til fjölda ára. Svo hrundi hann, einn tveir og þrír. Ég man að árið fyrir hrun, – ætli það hafi ekki verið 1987 eða 1986, seldi ég 75 iðnaðarsaumavélar. Næsta ár á eftir seldi ég aðeins eina. Og árið þar á eftir seldi ég enga saumavél. Ég hrundi með fataiðnaðinum og missti mitt fyrirtæki. Það má segja að það hafi breytt lífi mínu að lenda í hruni. Svo kom Covid og breytti mínu lífi, aftur, í öðru hruni. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu