Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Trump og Vance rífast við Zelensky í Hvíta húsinu

Rúss­ar fagna eft­ir að Trump Banda­ríkja­for­seti og JD Vance vara­for­seti gerðu lít­ið úr Zelen­sky Úkraínu­for­seta í Hvíta hús­inu fyr­ir skemmstu. Mynd­band sýn­ir átök­in.

Átök í Hvíta húsinu Zelensky Úkraínuforseti yfirgaf Hvíta húsið án þess að boðaður blaðamannafundur hefði verið haldinn eftir þessi samskipti við forseta og varaforseta Bandaríkjanna.

Eftir rifrildi við Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta yfirgaf Volodymyr Zelensky Hvíta húsið fyrir skemmstu án þess að skrifa undir samning um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að auðlindum Úkraínu, eins og Trump hafði boðað. 

Forsetinn og varaforsetinn gerðu lítið úr Úkraínuforseta á fundi fyrir framan fréttamenn. Samskiptin sjást á meðfylgjandi myndbandi, en orðaskiptin koma í kjölfar þess að Zelensky segir Trump að stríðið varði alla og að Bandaríkin muni finna fyrir því í framtíðinni, þótt hafið aðskilji þau.

„Þú ert í engri aðstöðu til að stýra því hvernig okkur mun líða. Okkur mun líða mjög vel og finnast við sterk. Þú ert ekki í góðri stöðu. Þú hefur leyft þér að vera í slæmri stöðu,“ segir Trump og bætir síðan við: „Þú ert ekki með góð spil á hendi.“

„Ég er ekki að spila á spil,“ svarar Zelensky. „Ég er forseti í stríði.“

„Þú ert í veðmáli með líf milljóna. Þú ert í veðmáli um þriðju heimsstyrjöldina og það sem þú ert að gera er vanvirðing við þetta land,“ segir Trump síðar.

Varaforsetinn JD Vance grípur þá inn í og segir: „Hefur þú sagt „takk fyrir“ einu sinni á öllum þessum fundi?“

Zelensky gerir þá tilraun til að svara fyrir sig með orðunum: „Vinsamlegast. Þið haldið að ef þið talið mjög hátt um þetta stríð getið þið bjargað…“ En Trump grípur inn í og fullyrðir: „Þið eruð ekki að vinna þetta. Þið hafið fjandi gott tækifæri til að sleppa ágætlega frá þessu vegna okkar.“

Rússar fagna

Samskiptin áttu sér stað fyrir framan hóp fréttamanna. Fréttamönnum alþjóðlegu fréttaveitanna AP og Reuters var ekki gefinn aðgangur, en Hvíta húsið hefur meinað AP aðgang eftir að fréttaveitan ákvað að taka ekki upp nýtt nafn á Mexíkóflóa í alþjóðlegum fréttum, en samkvæmt forsetatilskipun Trumps á hann að heita Ameríkuflói. Engu að síður var fulltrúa rússnesks ríkisfjölmiðils veittur aðgangur. Fyrrverandi forseti Rússlands, Dmitri Medvedev, fagnaði orðaskiptunum á X með þeim orðum að Zelensky væri ósvífið svín sem hefði loksins fengið skell í Hvíta húsinu. Þá sagði hann rétt hjá Trump að Zelensky væri að hætta á þriðju heimstyrjöldina.

Gagnrýndur fyrir klæðaburð

Snemma fundar hafði Zelensky verið gagnrýndur fyrir að mæta ekki í jakkafötum í Hvíta húsið, en hann hefur ákveðið að klæðast aðeins jakkafötum eftir að stríðinu er lokið.

„Ég mun klæðast jakkafötum þegar stríðinu er lokið, já,“ svaraði Zelensky fréttamanni á ensku. „Kannsk einhverjum eins og þínum, já, kannski einhverjum betri. Ég veit það ekki, við munum sjá til. Kannski einhver ódýrari, takk fyrir.

Frábært sjónvarp

Undir lokin bað Trump Zelensky um að koma aftur þegar hann væri „tilbúinn fyrir frið“.

Þegar fréttamaður spurði Donald Trump hvað myndi gerast ef Rússar brytu gegn hugsanlegu vopnahléi svaraði forsetinn: „Hvað ef hvað sem er? Hvað ef sprengja fellur á hausinn á þér einmitt núna? Þeir brutu þetta með Biden, af því að þeir bera ekki virðingu fyrir Biden. Þeir báru ekki virðingu fyrir Obama. Þeir bera virðingu fyrir mér.

Eftir lok samtalsins kom Trump að máli við fréttamenn með orðunum: „Þetta verður frábært sjónvarp. Það get ég sagt.“

Zelensky þakkaði Bandaríkjamönnum, forsetanum og þinginu á samfélagsmiðlinum X fyrir stuðninginn og móttökurnar. Hann sagði Úkraínu þarfnast varanlegs friðar og vera að vinna að því.

Í kvöld hafa margir stjórnmálamenn lýst stuðningi við Úkraínu. Á meðal þeirra er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem segir á samfélagsmiðlinum X:

„Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í viðleitni fyrir réttlátum og varanlegum friði andspænis tilefnislausum og ólöglegum árásum Rússa.

Samtal forsetanna í Hvíta húsinuTrump og Vance þrýsta á Zelensky að sýna þakklæti og samþykkja afarkosti Rússa.
Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta "fór ekki úr böndunum" þetta var vísvitandi fyrirsát að hálfu Vance og Trump. Fara þjóðarleiðtogar að verða spenntir fyrir því að heimsækja Hvíta húsið ef þeir mega eiga von á því að lenda í Jerry Springer sirkus. Er hægt og er til einhvers að ræða við þessa menn?
    27
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár