Hrærður, gráhærður og þakklátur andstæðingunum

Bjarni Bene­dikts­son, frá­far­andi formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þakk­aði and­stæð­ing­um sín­um sér­stak­lega í setn­ing­ar­ræðu sinni á 45. lands­fundi flokks­ins fyrr í dag. Hann sagði mót­stöð­una hafa gert úr sér „póli­tískt dýr.“

Hrærður, gráhærður og þakklátur andstæðingunum

Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, setti 45. landsfund flokksins í Laugardalshöll síðdegis í dag. Í setningarræðu sinni sagðist hann sáttur við þá ákvörðun sína að hætta á þingi og sem formaður.

„Í dag ávarpa ég ykkur í síðasta sinn sem formaður. Nú stend ég hér hrærður og gráhærður,“ sagði hann og vísaði þar til ummæla sinna árið 2009 þegar hann var fyrst kjörinn formaður um að hann væri hrærður eins og skyr. Að ræðunni lokinni kom Þóra Margrét Baldvinsdóttir eiginkona hans upp á svið og „leiddi hann af hinu pólitíska sviði.“ 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir berjast nú um að verða arftaki Bjarna.

Hvatti sjálfstæðismenn að standa að baki nýjum formanni

Bjarni sagði að eftir að hafa eytt jólahátíðinni með fjölskyldunni hefði hann áttað sig á því að nú væri rétti tíminn til að hætta eftir 22 ár á þingi og næstum 16 ár sem formaður flokksins. Honum hefði fundist rétt að nýtt fólk tæki við forystunni. 

„Mér finnst flokkurinn heinlega vera að springa úr krafti. Það er sönn ánægja að sjá tvær geysiöflugar konur bjóða sig fram til að taka við keflinu af mér. Sama hvor þeirra sigrar er ljóst að kona mun leiða flokkinn okkar í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Bjarni og hvatti flokksmenn til að standa þétt við bakið á sigurvegaranum.  

Bjarni sagði þó að flokkurinn gæti ekki verið ánægður með úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem hann hlaut lægra fylgi en nokkru sinni fyrr. „Þar vík ég sjálfum mér hvergi frá ábyrgð,“ sagði Bjarni en nefndi hvernig vel hefði tekist að há kosningabaráttuna, meðal annars með spjallmenninu BjarnaAI.  

„Á þessum landsfundi erum við aftur komin í stjórnarandstöðu. Ég kallaði eftir kosningum og niðurstöður liggja fyrir. Aldrei höfum við í Sjálfstæðisflokkum tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera ávallt í ríkisstjórn,“ sagði Bjarni en bætti við að sjálfstæðismenn þyrftu að búa sig undir að taka við stjórnartaumunum á ný, í það minnsta að fjórum árum liðnum. 

Þá væri styttra í sveitarstjórnarkosningar sem flokkurinn yrði tilbúinn fyrir. „Hér í höfuðborginni er aldeilis þörf fyrir rækilega uppstokkun. Þörf á því að leyfa vindum sjálfstæðisstefnunnar að blása rækilega um borgina.“

Þóra Margrét leiðir Bjarna af sviðinu.

Erfiðleikar bjóða ekki upp á hugmyndafræðilegar flugeldasýningar

Í ræðunni fór Bjarni um mjög víðan völl. Hann talaði um upphaf sitt í flokknum, það sem knúði hann til að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og það sem hefði áunnist og gengið vel undir stjórn flokksins á síðustu árum.

Hann minntist einnig á að ýmislegt hefði komið upp á sem vinna þurfti bug á. Til dæmis hefði fall WOW-air, heimsfaraldur kórónaveirunnar, stríðsátök í Evrópu og eldsumbrot sett strik í reikninginn.

„Við slíkar aðstæður er hlutverk ríkisstjórnarinnar að bjóða ekki stöðugt upp á hugmyndafræðilega flugeldasýningu,“ sagði Bjarni, heldur að þá væri fyrst og fremst mikilvægt að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin. 

Gagnrýndi ríkisstjórnina

Bjarni skaut föstum skotum á ríkisstjórn Íslands í máli sínu, einkum Flokk fólksins. „Inga Sæland [félags- og húsnæðismálaráðherra] hafði verið ráðherra í 13 klukkustundir og 18 mínútur þegar hún var farin að ráðast á fjölmiðla. Skammaði þá fyrir að spyrja spurninga,“ sagði Bjarni.

Þá ávítaði hann Ingu fyrir að hafa hringt í skólasjóra út af skóm barnabarns síns og sagði að hún hefði jafnvel minnt á Don Corleone úr kvikmyndinni Guðföðurnum.

Þá minntist Bjarni á ummæli Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, um Morgunblaðið, sem hann kallaði aðför að frelsi fjölmiðla, auk þess sem hann gagnrýndi Eyjólf Ármannssson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, fyrir að styðja Bókun 35 sem hann hafði áður kallað brot á stjórnarskrá. 

Gagnrýnin beindist þó ekki aðeins að Flokki fólksins, en Bjarni skaut einnig á Samfylkinguna og Viðreisn. „Samfylkingin og Viðreisn virðist ekki trúa á getu þjóðarinnar að stjórna eigin málum sjálf,“ sagði Bjarni og átti þá við möguleikann á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hann sagði að eitt mikilvægasta verkefni Sjálfstæðisflokksins yrði að berjast gegn því.

Andstæðingarnir búið til pólitískt dýr

Bjarni þakkaði sérstaklega Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni flokksins, Vilhjálmi Árnasyni ritara og Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni. Þá þakkaði hann einnig pólitískum andstæðingum sínum og þeim sem gerðu honum erfitt fyrir í áranna rás. „Ég ætla að þakka sérstaklega þeim sem gerðu mér þetta erfitt. Þeim sem sáðu efasemdafræjum sem maður var að reyna að ná til. Blaðamönnum sem eltu mig í öll þessi ár. Bara takk.“ 

En Bjarni sagði að með því að gera honum erfiðara fyrir hefði sannfæring hans meitlast og andstæðingar hans búið til úr honum pólitískt dýr sem entist lengi.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Heimildin orðin málpípa Bjarna Ben? leyniaðdáandi?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
2
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu