Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

92 ár í dag frá leynifundinum sem kom Hitler til alræðisvalda í Þýskalandi

Þýsk­ir nas­ist­ar voru komn­ir með kansl­ara­embætt­ið en til að kné­setja lýð­ræð­ið þurftu þeir að vinna sig­ur í lýð­ræð­is­leg­um kosn­ing­um. En kosn­inga­sjóð­ur­inn var tóm­ur.

92 ár í dag frá leynifundinum sem kom Hitler til alræðisvalda í Þýskalandi
Hið vanhelga bandalag: Gustav Krupp von Bohlen und Halbach og Hitler eftir að Krupp-fyrirtækið gekk að fullu og öllu til liðs við nasistastjórn Þýskalands.

Á þessum degi, 20. febrúar, fyrir 92 árum var haldinn í höll ríkisþingsforsetans í Berlínu leynifundur sem sennilega markaði tímamót í þeirri atburðarás er endaði með að Adolf Hitler varð einræðisherra Þýskalands.

Og hleypti af stað seinni heimsstyrjöldinni, helförinni og fleiru.

Forsagan var í stuttu máli þessi:

Höll ríkisþingsforsetans í Berlínen þar fór leynifundurinn fram.

Heimskreppan sem skall á haustið 1929 olli því meðal annars að fyrirferðarmikill en fylgislítill öfgaflokkur þýskra fasista tók risastökk upp á við í fylgi.

Kreppan olli miklu atvinnuleysi í Þýskalandi og margir hugsuðu sem svo: Þessi flokkur, NSDAP, Nasistaflokkurinn, telur sig hafa úrræðin til að leysa vandann. Úr því öðrum flokkum hefur mistekist að ná stjórn á ástandinu, hvernig væri þá að gefa nasistum tækifæri?

Eftir tvennar kosningar voru nasistar sumarið 1932 komnir með rúmlega 37 prósenta fylgi á þýska þinginu og hinn ofstækisfulli leiðtogi þeirra heimtaði að fá völd í hendur. Honum var þó ekki hleypt nærri völdunum enda fór hann ekkert í felur með að hann hugðist nota þau til að afnema lýðræðið í landinu.

Fylgi við nasista minnkar

Um haustið 1932 minnkaði fylgi nasista nokkuð í nýjum kosningum og þó þeir væru áfram stærsti flokkurinn á þingi var töluvert farið að sljákka í þeim. Efnahagurinn í landinu sýndi augljós batamerki og ekki víst að kjósendur myndu lengi sýna flokknum tryggð ef atvinnuleysið færi snögglega að minnka.

Þá var flokkurinn stórskuldugur eftir þrennar þingkosningar og einar forsetakosningar á rúmum tveim árum þegar ekkert hafði verið til sparað.

Og Hitler var nú ekki lengur óumdeildur innan flokksins.

Einmitt þá gerði hinn hægrisinnaði valdabröltari Franz von Papen þau hörmulegu mistök að leiða Hitler — alveg að óþörfu! — til valda sem kanslara. Von Papen taldi að hann sjálfur gæti sem varakanslari nýtt sér fylgi Hitlers á þingi en króað hann sjálfan af í ríkisstjórninni — þar sem Hitler hafði aðeins tvo ráðherra auk sín.

Hitler og nasistar yrðu sem þægir rakkar annarra hægri flokka í ríkisstjórninni.

Stefnt að alræðisvöldum

En Hitler ætlaði náttúrlega alls ekki að láta króa sig af. Hann boðaði til nýrra kosninganna daginn eftir að hann tók við kanslaraembættinu 30. janúar 1933 og lagði nú allt undir. Kosningar skyldu fara fram 5. mars og eina von Hitlers til þess að ná einræðisvöldum í landinu, eins og hann stefndi eindregið að, var að Nasistaflokkurinn fengi eftir kosningarnar hreinan meirihluta á þingi.

Þá gæti Hitler látið flokk sinn samþykkja svokölluð „heimildarlög“ (á þýsku Ermächtigungsgesetz, á ensku Enabling Act) sem kveðið var á um í þýsku stjórnarskránni en í þeim fólst í raun að Hitler gæti þá sem kanslari stjórnað með tilskipunum án atbeina ríkisstjórnar og þings.

Nasistar á hausnum!

Gallinn var sá að þótt Hitler væri vissulega sigri hrósandi yfir því að vera kominn í kanslarastólinn, þá gat hann ekki verið öruggur með að fá meira en 50 prósent atkvæða í kosningunum í mars.

Joseph Goebbelsvarð dapur í bragði þegar hann kíkti í kosningasjóðinn.

Það var meira en að segja það að auka fylgið úr 33,1 prósenti í kosningunum í nóvember 1932 — þegar það hafði sem sé dregist saman úr 37,3 prósentum.

Og þegar Goebbels og aðrir nótar Hitlers fóru að undirbúa áróðursherferð fyrir mars-kosningarnar, þá blasti við þeim mjög aðkallandi vandamál:

Skuldir flokksins voru orðnar svo miklar að hann átti varla til eitt einasta mark til að reka nýja kosningabaráttu.

Nasistaflokkurinn var sem sé á hausnum.

Grasrótarflokkur

Hér er rétt að líta ögn aftur í tímann.

Því er stundum haldið fram að þýski Nasistaflokkurinn hafi frá upphafi verið gerður út af stórgrósserum, iðnrekendum og öðrum meginkapítalistum Þýskalands til þess að klekkja á verkalýðsstéttinni og baráttumönnum hennar meðal sósíalista og kommúnista.

Í rauninni er þetta ekki rétt. Nasistaflokkurinn var sannarlega sprottinn upp úr grasrót þjóðernisofstopamanna og Gyðingahatara. Fáir raunverulegir auðmenn komu við sögu flokksins fyrstu misserin og árin.

Þeir voru til en þeir voru ekki margir.

Kreppan mikla breytir öllu

Á árunum 1923-1924 byrjaði þetta svolítið að breytast. Í umróti eftirstríðsáranna í Þýskalandi fóru kommúnistar mikinn og þá ekki síður sósíalistar. Atvinnurekendur og hægrimenn fóru þá smátt og smátt að líta á hinn uppivöðslusama Nasistaflokk Hitlers sem brjóstvörn gegn uppgangi vinstrimanna. Það voru þó aðallega smærri atvinnurekendur sem styrktu nasista á þessum og næstu árum.

Adolf Hitlerátti pípuhatt sem hann gat brugðið á hausinn í sérlega „fínum“ selskap.

Þeir allra ríkustu héldu sig flestir fjarri og töldu sig hafna langt yfir nasistahyskið. Einhverjir styrkir fóru þó úr þeirra ranni til nasista en engin ósköp.

Helstur þeirra sem studdu Hitler ríflega framan af var Fritz Thyssen forstjóri risafyrirtækisins Vereinigte Stahlwerke.

Þetta fór ekki að breytast að ráði fyrr en í ljós kom eftir að kreppan mikla skall á 1929-1930 að Nasistaflokkurinn virtist í rauninni vera orðinn þess umkominn að verða alvöru afl í baráttu auðmannanna gegn vinstrimönnum og sér í lagi verkalýðshreyfingunni.

Gerið Hitler að kanslara!

Þá byrjuðu sum stórfyrirtækin að senda mörk og skildinga í flokkssjóði Hitlers, ekki síst eftir að Hitler féllst á fundi snemma árs 1932 á að hætta í málflutningi sínum öllu sem mátti flokka sem minnsta gagnrýni á atvinnurekendur.

Það hafði meðal annars þær afleiðingar að í nóvember 1932 birtu nítján fulltrúar stórra iðn-, fjármála- og landbúnaðarfyrirtækja yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu Hindenburg forseta til að gera Hitler að kanslara; það væri affarasælast frá sjónarhóli atvinnurekenda og hægrimanna. En Hindenburg hlustaði ekki þá.

Samt voru það enn engin ósköp sem stórkallarnir létu af hendi til Hitlers og má marka það af því að þarna í febrúar 1933, þegar mest á reið, þá voru flokkssjóðir Nasistaflokksins galtómir og ekkert útlit fyrir að úr rættist fyrir kosningarnar snemma í mars.

Safnað í kosningasjóð

Og þar sem ljóst er að ansi drjúgur hluti af velgengni Nasistaflokksins undanfarin misseri stafaði hreinlega af vel heppnaðri kosningabaráttu sem kostaði morð fjár — ekki síst leiga á flugvélum sem Hitler þeyttist í um landið þvert og endilangt — þá horfði nú ekki vel. Í dagbókum áróðursmálaráðherrans Goebbels kemur fram að þrátt fyrir óbilandi trú sína á Hitler var hann ekki bjartsýnn um framhaldið.

Krupp, IG Farben, AEG, BMW, Siemens ...

En þegar neyðin var stærst var hjálpin næst. Hjalmar Schacht fyrrum Seðlabankastjóri studdi nasista ákaft þegar þarna var komið sögu og hann gekk nú til þess verks að skipuleggja leynilegan fund 25 helstu stórkarlanna í þýskum iðnaði annars vegar og Hitlers hins vegar.

Fundarboðið var einfalt: Nasistaflokkurinn fór fram á að þeir auðjöfrarnir borguðu í kosningasjóð sinn þrjár milljónir marka.

Meðal þeirra sem mættu voru fulltrúar flestra stærstu og öflugustu iðnfyrirtækja Þýskalands — Krupp, IG Farben, AEG, BMW, Opel, Siemens, Allianz ... þið sjáið listann yfir þátttakendurnar hér á Wikipediu.

Til sérstakra tíðinda telst að sjá fullrúa IG Farben þarna. Fyrirtækið hafði oft sætt árásum af hendi nasista fyrir að gera vísindamönnum af kyni Gyðinga hátt undir höfði.

Mikil áhersla á eignarréttinn

Eftir inngangsorð gestgjafa fundarins, Hermanns Görings ríkisþingsforseta, sem var sá nasistaleiðtogi sem ríku karlarnir kunnu einna best að meta, þá birtist Hitler sjálfur og hélt tölu sem stóð í hálfa aðra klukkustund.

Hermann Göringfílaði ríku karlana og þeir hann.

Hann lagði þar hvað eftir annað áherslu á að nasistar myndu alls ekki hrófla neitt við eignarréttinum, sem væri heilagur — en það var mikils virði í eyrum fundargesta sem óttuðust mjög að einhverjar þær ráðstafanir yrðu gerðar sem fælu í sér meiri eða minni þjóðnýtingu á fyrirtækjum þeirra.

Ríkir karlar þurfa ekkert að óttast

Allt slíkt var eitur í þeirra beinum en Hitler endurtók oft í ræðunni að þeir þyrftu ekkert að óttast eftir að nasistar næðu þeim alræðisvöldum sem að væri stefnt.

Flokkurinn myndi „bjarga þjóðinni“, ekki síst með því að kveða lýðræðið í kútinn enda hefði sýnt sig að það væri ófært um að leysa vandamál þjóðarinnar. 

Lýðræðið hefði ekki gert annað en hleypa kommúnistum upp á dekk. Nú væri sannað að einkaframtak og hinn heilagi eignarréttur þrifust ekki í lýðræði. Lýðræðið yrði því að afnema og Nasistaflokkurinn væri einn fær um að „kremja andstæðingana algjörlega“ — það er að segja verkalýðshreyfinguna, kommúnista og lýðræðissinna.

Og síðan að endurreisa mátt ríkisins út á við með mjög aukinni hervæðingu.

Fyrirtæki hinna viðstöddu iðnjöfra myndu þá vitaskuld græða á tá og fingri á því að búa til vopn og herbúnað alls konar.

Það þurfti ekki einu sinni að taka fram.

„Munum halda völdum með öðrum leiðum“

Að lokum sagði Hitler að kosningarnar í mars yrðu „síðustu kosningarnar“ í Þýskalandi og gaf til kynna að þeir peningar sem þeir iðnjöfrar legðu fram til Nasistaflokksins myndu undir öllum kringumstæðum nýtast, því jafnvel þótt hann ynni kannski ekki alveg afgerandi sigur í mars, þá myndi hann halda völdum „með öðrum leiðum … beita öðrum vopnum.“

Gustav Krupp von Bohlen und Halbachstýrði Krupp-verksmiðjunum sem möluðu gull á Hitlerstímanum.

Eftir ræðu Hitlers þakkaði fulltrúi risafyrirtækisins Krupp þátttakendum og lagði sérstaka áherslu á afdráttarlausa skuldbindingu Hitlers við einkaeignarrétt og varnarmátt þjóðarinnar.

Að heyra það væri þeim 25-menningum mikils virði.

Enginn ríku karlanna hafði áhyggjur af lýðræðinu

Enginn þátttakenda hafði hins vegar minnstu áhyggjur af því þótt lýðræðið yrði bersýnilega fótum troðið af nasistum. Þeir voru ekki lýðræðissinnar, þessir ríku karlar.

Hitler yfirgaf nú fundinn. Göring hélt aðra stutta ræðu þar sem hann benti á tómahljóðið í kosningasjóðum nasista og hvatti viðstadda til að rétta við fjárhagsstöðu hans. Hann tók einnig fram að næstu kosningar yrðu „örugglega þær síðustu næstu tíu árin,“ og það myndi í sjálfu sér draga úr þeim „fjárhagslegum fórnum“ sem Hitler væri nú að fara fram á af iðnjöfrunum.

„Nú er gaman í vinnunni!“

Og niðurstaðan?

Jú, daginn eftir skrifaði Goebbels í dagbókina sína:

„Göring færir þær gleðifréttir að þrjár milljónirnar séu til reiðu fyrir kosningarnar. Stórkostlegt! Ég gangset áróðursdeildina á stundinni. Eftir aðeins klukkutíma eru vélarnar farnar að malla. Nú fer í gang almennileg kosningabarátta ... Í dag er gaman í vinnunni. Peningarnar eru í húsi.“

Líka frá IG Farben.

Kannski hefði Hitler samt getað haldið völdum „með öðrum ráðum“ þótt hann hefði ekki loforð um peninga frá ríku körlunum á leynifundinum 20. febrúar 1933. En það er satt að segja vafasamt.

Það átti margt eftir að gerast sem líka skipti máli, ekki síst bruni þinghússins seint í febrúar 1933. En leynifundurinn í höll þingforsetans og undirlægjuháttur auðkýfinganna við Hitler skipti þó sköpum.

Lesendur geta svo dundað sér við að skoða hvort eitthvað af þessari atburðarás kann að eiga við atburði nú 92 árum síðar.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Sá leynifundur sem fram fór í ársbyrjun 1933, nánar tiltekið 4. janúar að tilstuðlan þáverandi bankastjóra í Köln með helstu hagsmunaaðiljum þýska þungaiðnaðaðarins, forseta þýska herráðsins auk fulltrúum þýska nasistaflokksins, NSDAP, var stefnumarkandi fyrir áframhaldandi þróun sögunnar. Bankastjóri þessi bauðst til að greiða upp allar óreiðuskuldir NDSAP gegn því að Adolf Hitler og flokki hans yrði veitt brautargengi og undirbúningur lagður að valdatöku Nasista með stuningi þýska miðflokksins. Merkilegt hve miðflokkar koma víða við sögu. Um þetta mál er m.a. komið í meðfylgjandi grein sem birtist fyrir um 4 árum i Morgunblaðinu og fjallar um auðmanninn Adolf Hitler og valdatöku hans: https://timarit.is/files/47281847
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
3
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu