Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Segir háar lánalínur til Carbfix stefnubreytingu

Borg­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að tólf millj­arða króna lánalína Orku­veit­unn­ar til Car­bfix vera stefnu­breyt­ingu frá því sem var sam­þykkt áð­ur. Hún vill því um­ræðu inn­an borg­ar­stjórn­ar, en til­laga þess eðl­is var frest­að á fundi Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Segir háar lánalínur til Carbfix stefnubreytingu
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir segir stefnubreytingu í lánalínu til Carbfix

„Ég er að fara fram á það að Orkuveitan ákveði að setja sér einhvern ramma í fjárfestingum til Carbfix,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en hún á jafnframt sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hún lagði fram tillögu á fundi Orkuveitunnar sem fram fór í gær þar sem farið var fram á að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að leggja fyrir eigendur að taka afstöðu til fjárframlaga og framtíðaráforma um stuðning við Carbfix. 

Úr tæpum þremur milljörðum í tólf 

Enn fremur bendir Ragnhildur á að heildarupphæð brúarlána OR sem þegar hafa verið veitt til Carbfix sé rétt innan við 5% af eigin fé Orkuveitunnar samkvæmt árshlutareikningi fyrir fyrri hluta árs 2024. Orkuveitan veitti Carbfix fyrst brúarlán árið 2023 upp á 2,8 milljarða króna á meðan beðið var eftir samningum við fjárfesta í Coda Terminal-verkefninu. Lánið var svo hækkað með samþykki stjórnar Orkuveitunnar upp í 7 milljarða snemma árs 2024. Í …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessari ógætilegu meðferð almannafjár. Vona að hún haldi ótrauð áfram.

    Því miður væri þetta carbfix ævintýri alls ekki í fyrsta sinn sem Orkuveitan fer út í skurð og tapar stórfé vegna gæluverkefna sem standa utan hlutverks fyrirtækisins. Orkuveitan á bara að útvega neytendum orku á hagvæmu verði. Afþökkum öll áhættusöm gæluverkefni stjórnenda.

    Hafa formaður stjórnar Orkuveitunnar og forstjóri stuðning almennings til að taka þessa fjárhagslegu áhættu? Allt tap af þessu gæluverkefni mun að lokum bitna á heimilunum í hærra orkuverði. Niðurdæling á CO2 mun ekki hafa nein mælanleg áhrif á loftslag heimsins. Engin.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það verður að gera auknar kröfur til opinberra aðila að gæta vel hagsmuni okkar allra einkum og sérlílagi þegar vitað er um að fyrirtæki sem hafa misjafnt orð fer á sér við að gera sér að féþúfu að græða á trausti annarra.
    1
  • Julius Valsson skrifaði
    Net Zero Banking Alliance (NZBA) er samstarfsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna, sem var sett á laggirnar árið 2021, miðar að því að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta verkefni dró fljótt til sín nokkra af stærstu bönkum heimsins, sem höfðu skýr markmið með áherslu á að samþætta sjálfbæra starfshætti, samræma útlán, fjárfestingar og fjármagnsmarkaði og að stuðla að hinu háleita "núllmarkmiði" Sameinuðu þjóðanna.
    Á síðustu vikum hafa allir stærstu bankar Bandaríkjanna og Kanada dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA). Þessir bankar eru Goldman Sachs, Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Bank of America og nú síðast JPMorgan Chase og stærstu bankar Kanada: BMO, National Bank, TD Bank Group and CIBC.
    Þessir risabankar í USA og Kanada hafa greint stöðuna og eru nú að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum. Græna bólan er nefnilega alveg komin að því að springa eins og allar bólur sem grundaðar eru á pólitískri hugmyndafræði sem aftur byggir á blekkingum og fölsuðum gögnum um meinta hlýnun af mannavöldum.
    -3
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Hélt að það væri almenn sátt um að Orkuveitan sinnti og einbeitti sér að sinni kjarnastarfsemi í almannaþágu. Þetta Carbfix ævintýri er augljóslega ekki þar inni. Þar fyrir utan hringja allar viðvörunarbjöllur, ef áhættufǰárfestar treysta sér ekki til að leggja í púkkið og nú á að mjólka fyrirtæki í eigu almennings og lífeyrissjóði til að fjármagna heila klabbið.
    6
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá launagreiðslur þessa fyrirtækis, kæmi mér ekki á óvart að það sé fátt um láglaunafólk þar.
      6
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er rosalegt! er almenningur að fjármagna þetta ævintýraplott? Hverjir bera ábyrgð á því? Greinilega reið þessi Kjartan Magnússon á vaðið árið 2023 þegar hann var í stjórn. Hverjir nákvæmlega bera ábyrgð á þessum fjáraustri í einkafélag? Eða hverjir eiga eiginlega þetta félag? Og hverjir eru nákvæmlega að setja peninga í það?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár