Mun færa borgarstjóra gullsleginn undirskriftalista á gullbrúðkaupinu

Kristján Hálf­dán­ar­son, formað­ur hús­fé­lags­ins í Ár­skóg­um 7, er þreytt­ur og dap­ur eft­ir anna­sama viku. Kristján fer fyr­ir hópi fólks sem krefst þess að fram­kvæmd­ir við Álfa­bakka 2A–2D, bet­ur þekkt sem „græna gíma­ld­ið,“ verði stöðv­að­ar.

Mun færa borgarstjóra gullsleginn undirskriftalista á gullbrúðkaupinu
Formaður húsfélags og borgarstjóri Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddu stuttlega saman í ráðhúsinu í vikunni. Mynd: Golli

„Það er búið að ganga á ýmsu og satt best að segja er ég orðinn ansi þreyttur. En þetta er ekki búið enn,“ segir Kristján Hálfdánarson, ketil- og plötusmiður og formaður húsfélagsins í Árskógum 7. 

Kristján mætti ásamt nágrönnum sínum á borgarstjórnarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag þar sem vöruhúsið sem rís við Álfabakka í Suður-Mjódd var helsta mál á dagskrá. Mikið hefur verið fjallað um mál vöruhússins í fjölmiðlum, sem þekkist nú sem „græna gímaldið“ eða „græni veggurinn“ en vöruskemman er jafnhá fjölbýlishúsinu og íbúðirnar sem að henni snúa hafa takmarkað útsýni miðað við það sem var fyrir skemmstu. 

Græna gímaldið„Græni veggurinn“ reis á ógnarhraða skömmu fyrir jól. Kristján átti alls ekki von á þessu, þrátt fyrir að hafa vitað af framkvæmdunum um tíma. „Þeir voru nú frekar fljótir þegar grindin var komin upp að reisa klæðninguna og þá sortnaði manni bara fyrir augum. Þetta var ekki gott. Við áttum alls ekkert von á þessu.“

„Það er merkilegt hvað þau geta talað lengi um sama hlutinn,“ segir Kristján, aðspurður hvað honum hafi fundist um fund borgarstjórnar, þar sem samþykkt var að innri endurskoðun borgarinnar muni gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli framkvæmdanna. Húsið sjálft er í eigu félagsins Álfabakka 2 ehf. En Klettás ehf. og Eignabyggð ehf. eiga hvort sinn helminginn í félaginu. Hagar hafa svo samið um að taka húsið á leigu þar sem starfsemi Eldum rétt og kjötvinnslunnar Ferskra kjötvara mun fara fram. Hagar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að félaginu þyki „miður að byggingin við Álfabakka 2 sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfseminnar valdi óþægindum fyrir nágranna og hefur fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis“. 

Kristján gefur lítið fyrir skýringar Haga og segir þær í takt við útskýringar allra sem að málinu koma. Allir eru sorgmæddir og miður sín en enginn er tilbúinn að axla ábyrgð. Hann hafi rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra í ráðhúsinu. „Hann var mjög sorgmæddur yfir stöðunni sem upp er komin. En það voru bara þessi týpísku svör pólitíkusa, að hafa fullan skilning á okkar sjónarmiðum. En þetta var voða almennt en ekki beinlínis með neinar lausnir, enda er hann ekki einráður.“

Rætt við borgarstjóraKristján og nágrannar hans ræddu við Einar Þorsteinsson borgarstjóra fyrir borgarstjórnarfund í vikunni.

Dæmi um að fólk yfirgefi íbúðir sínar

Staðan hefur versnað frá því að veggurinn reis skömmu fyrir jól og dæmi eru um að íbúar hafi yfirgefið heimili sín. „Fólk sem er í íbúðum sem eru með svalir sem eru upp við græna ferlíkið er mjög dapurt auðvitað og ein er flutt að heiman, til systur sinnar,“ segir Kristján. 

„Ég er skíthræddur um það

Kristján kom á fót undirskriftasöfnun í byrjun vikunnar þar sem þess er krafist að framkvæmdir við Álfabakka 2A–2D verði stöðvaðar. Alls hafa safnast rúmlega 2.500 undirskriftir en söfnuninni lýkur 24. janúar. „Svo áttaði ég mig nú á því að við hjónin eigum 50 ára brúðkaupsafmæli 24. janúar þannig ég ætla að færa borgarstjóranum gullsleginn undirskriftalista,“ segir Kristján. Augljóst er að græna gímaldið á hug hans allan og hann er hræddur um að svo verði um langa hríð. „Ég er skíthræddur um það. Ég held samt að borgin neyðist til að gera eitthvað en í hvaða formi það verður veit ég ekki. Borgin er nauðbeygð núna til að taka fyrir hvað  hægt sé að gera til að létta á okkur íbúum.“ 

Í fljótu bragði sér Kristján það ekki sem lausn að borgin kaupi upp íbúðirnar. „En við vonumst til að það verði tekin ákvörðun um að stytta húsið þannig að sá hluti sem snýr beint að okkur hverfi.“ Hann á von á að það muni taka dágóðan tíma að leiða málið til lykta. „Ég er hræddur um að það komi ekki til með að gerast neitt rosalega stórfenglegt. En ég bíð spenntur eftir því hvað gerist hjá borginni. Það á að vera fundarherferð í þessum mánuði. Þangað til mun ég safna undirskriftum.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu