Hagræðingartillögur á annað þúsund: Fækkun sendiráða og aðstoðarmanna

Mik­ill fjöldi til­lagna um hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri hafa borist sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Heim­ild­in tók sam­an fjölda nokk­urra vin­sælla hug­mynda svo sem fækk­un að­stoð­ar­manna og minni stuðn­ing við Borg­ar­línu.

Hagræðingartillögur á annað þúsund: Fækkun sendiráða og aðstoðarmanna
Ríkisstjórnin Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur lýst því yfir að hagræðing og einföldun í ríkisrekstri sé forgangsverkefni. Mynd: Golli

Forsætisráðuneytið óskaði í gær eftir tillögum um leiðir til að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir ríkisins. Opnað hefur verið fyrir ábendingar frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilum sem geta sent inn tillögur, hugmyndir og sjónarmið í samráðsgátt til 23. janúar. Í kjölfarið verður starfshópur á vegum ráðuneytisins stofnaður um tillögurnar.

Framtakið er hluti af verkefni nýrrar ríkisstjórnar um að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Tillögurnar eru jafn margvíslegar og þær eru margar og spanna allt hið pólitíska litróf. Um helmingur hugmyndanna er þó nafnlaus og ekki sýnilegur almenningi. Eitt mál, tillaga númer 987, er síðan ekki birt samkvæmt ákvörðun forsætisráðuneytisins og er þar vísað til upplýsingalaga.

Margir vilja draga úr umsvifum RÚV

Þegar þetta er skrifað hafa 1127 tillögur borist samráðsgátt stjórnvalda á þeim rúma sólarhring sem opið hefur verið fyrir þær. 

Sumar tillögur koma oftar fyrir en aðrar. Heimildin gerði úttekt á nokkrum hugmyndum sem komu oft fyrir í fyrstu rúmlega þúsund tillögunum. Hér má sjá tíðni þeirra:

  • 42 hugmyndanna snúast um að selja, loka eða minnka umsvif og hlutverk Ríkisútvarpsins.
  • 40 hugmyndanna snúa að því að fækka eða draga úr sendiráðum.
  • 25 hugmyndir snúast um að fækka aðstoðarmönnum ríkisstjórnarinnar.
  • 25 hugmyndir snúast um að lækka eða afnema listamannalaun.
  • 20 hugmyndir snúast um að hætta við eða draga úr stuðningi við Borgarlínu.
  • 21 hugmynd snýst um rekstur ÁTVR og kaup ríkisins á áfengi fyrir veislur og viðburði.
  • 17 hugmyndir snúa að hælisleitendum.
  • 10 hugmyndir snúast um að slaufa aðild Íslands að NATO.

Það er ekki aðeins meðal tillagnanna sem má sjá endurtekningar, sumir höfundar hugmyndanna hafa sent oft inn í gáttina. Flestar hugmyndir sendi inn Þórný Alda Kristjánsdóttir, sem á níu hugmyndir og á eftir henni kemur Halldór Emilíuson, með átta hugmyndir.

Vill ekki starfshóp um tillögurnar

Á meðal þess sem almenningur stingur upp á er til dæmis að sekta Bjarna Benediktsson fyrir þann „skaða og það fjárhagslega tap sem þessi ólögmæta aðferð hans við söluna á Íslandsbanka kann að hafa haft á ríkissjóð.“

Einn maður leggur til að umhverfis- og loftslagsráðuneytið verði lagt niður og Ísland gangi út úr Parísarsáttmálanum. 

Nokkuð algengt er að fólk vilji að þingmenn úr kjördæmum á landsbyggðinni fái ekki búsetustyrki séu þeir til heimilis á höfuðborgarsvæðinu. 

„Mér finnst liggja ljóst fyrir að það þurfi að flytja ráðuneytin tvö sem eru í grobbhúsnæði Landsbankans í eitthvað annað ódýrara húsnæði og reyndar finnst mér að öll ráðuneyti eigi að vera í einu hagstæðu húsi, öll saman,“ skrifar Tryggvi Þórarinsson.

Kona ein stingur upp á að hætta eða minnka niðurgreiðslur á mjólkur- og kjötvörum, önnur vill láta sameina Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun og Tryggingastofnun í eina vinnu- og velferðarstofnun. 

Nokkrar hugmyndirnar lúta að því að fækka starfshópum og nefndum á vegum hins opinbera. Frímann Haukur Ómarsson kemur með þá forvirku sparnaðarhugmynd að „ekki verði stofnaður starfshópur til að fara yfir þær tillögur sem hér koma fram.“ 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár