Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Voðalega gott að vera afi

Með að­stoð Google end­aði Mugg­ur Guð­munds­son með afastrákn­um Ólafi Gunn­ari Helga­syni á Bill­i­ar­dbarn­um. Til­gang­ur­inn var að sam­ein­ast í ný­legu áhuga­máli barna­barns­ins.

Voðalega gott að vera afi
Með afa „Það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. Það er nú bara aðalatriðið,“ segir Muggur Guðmundsson. Ólafur Gunnar Helgason bendir á afa þegar blaðamaður spyr hvor sé að vinna. Mynd: Heimildin

Hann er nýbúinn að vera úti á Spáni með foreldrum sínum og þar var hann að spila svona pool þannig mér datt í hug hvort það væri ekki gaman að prófa þetta saman svo ég fór inn á Google og þá fann ég Billiardbarinn. Við ákváðum að koma hingað og fá okkur pitsu og spila smávegis saman. Þetta er bara jafnt, það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. 

Ég á ellefu afabörn og tvö langafabörn. Hann er einn af mörgum sem maður reynir að gera eitthvað með. Það er ekki allt sem maður getur gert með þessum unglingum, það er nú 70 ára aldursmunur á okkur. Æi, ég veit ekki, það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag, það eru stærri áskoranir, en sem betur fer erum við afskaplega heppin með strákana okkar, þeir eru frekar rólegir og ekkert að vesenast. 

„Það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag“

Það er nú dálítill mikill munur á að verða pabbi og afi. Þegar þú ert pabbi ertu meira bundinn. Í hitt skiptið geturðu alltaf sett börnin aftur til mömmu og pabba þegar þau fara að gráta. En það er voðalega gott að vera afi. Yngsti er sex mánaða en elsti 43 ára. 

Sjálfur er ég 83 ára. Það eru 23 ár síðan ég hætti að vinna. Ég var búinn að vera í sama starfinu, í banka, í 43 ár og það var fínt að breyta til. Við fluttum til Hveragerðis fyrir níu árum, við erum rosalega ánægð, búum við hliðina á Náttúrulækningafélaginu og þetta er rólegt og gott. Við búum í fallegu umhverfi með fjöllin og trén og skóginn. Svo getum við alltaf farið yfir í Náttúrulækningafélagshúsið og farið í sund, tækin og mat. Þetta er lífið. Ég færi aldrei aftur til Reykjavíkur, aldrei í lífinu. Við erum alsæl.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár