Ráð til jólasveinsins – og foreldra spenntra barna

Jóla­svein­ar eru komn­ir á kreik og farn­ir að gefa börn­um í skó­inn, mörg­um til mik­ill­ar ánægju. For­eldra- og upp­eld­is­fræð­ing­arn­ir Helena Rut Sig­urð­ar­dótt­ir og Rakel Guð­björns­dótt­ir eiga ým­is ráð í poka­horn­inu fyr­ir for­eldra barna sem bíða spennt eft­ir komu sveinka sem og þeirra sem trúa ekki leng­ur að hann sé raun­veru­leg­ur. Þær hafa líka ým­is ráð fyr­ir sveinka sjálf­an varð­andi gjafa­val.

Ráð til jólasveinsins – og foreldra spenntra barna
Hurðaskellir og Stúfur Hurðaskellir er uppáhalds jólasveinn Helenu Rutar Sigurðardóttur foreldra- og uppeldisfræðingur. „Það voru læti í kringum hann. Hann var hressi karlinn.“ Stúfur er hins vegar uppáhaldsjólasveinn Rakelar Guðbjörnsdóttur, stöllu hennar. Stúfur er nefnilega svo lítill og sætur að hann er ekkert ógnvekjandi. Mynd: Golli

Jólasveinninn gleður hjörtu barna á öllum aldri víða um heim og við á Íslandi erum svo heppin að það er ekki bara sá rauðklæddi með síða, hvíta skeggið sem heimsækir okkur heldur líka íslensku bræðurnir og jólasveinarnir – synir Grýlu og Leppalúða – svo sem Stúfur, Stekkjastaur og Skyrgámur að ógleymdum Hurðaskelli.

Jólasveinarnir hafa ýmsan starfa þegar þeir koma til byggða fyrir jólin og þar á meðal að gefa börnum í skóinn, sem er partur af jólahefðinni á mörgum heimilum.

„Ég hef stundum talað um að jólasveinninn ætti að gefa í skóinn þegar hann fer til baka upp í fjöllin, eftir jólin, til að dreifa álaginu og kannski trappa okkur niður en svo er þetta notaleg jólahefð,“ segir Helena Rut Sigurðardóttir foreldra- og uppeldisfræðingur. Annars er Hurðaskellir í uppáhaldi hjá henni. „Það voru læti í kringum hann. Hann var hressi karlinn.“

Stúfur er hins vegar uppáhaldsjólasveinn Rakelar Guðbjörnsdóttur, stöllu hennar. Stúfur er nefnilega svo lítill og sætur að hann er ekkert ógnvekjandi.

Hvað ef börn efast um tilvist jólasveinsins? Rakel segir að hafa þurfi í huga á hvaða aldri viðkomandi börn eru. Ef ung börn hræðast jólasveininn sé betra að útskýra fyrir þeim að það sé manneskja að leika jólasveininn og leggja meiri áherslu á jólaandann, kærleikann og gleðina en einhvern einstakling sem er mögulega ógnvaldur í lífi þeirra. Helena bætir við að margir kjósa að hafa skóinn í stofunni eða jafnvel sokka á hurðinni, þannig að jólasveinninn fari ekki inn í herbergi barnanna.

Algengast er að börn hætti að trúa á tilvist jólasveinsins þegar þau byrja í grunnskóla. Rakel bendir á að ef foreldrar ýti á börn sín að trúa á tilvist hans geti það valdið særindum þegar barnið kemst að raunveruleikanum og það jafnvel spurt foreldra sína hvers vegna þau hafi sagt sér ósatt í öll þessi ár og sérstaklega ef flestir jafnaldrar þeirra eru hættir að trúa á tilvist sveinka. „Ég sé fyrir mér að það gæti skapað togstreitu í sambandi foreldris og barns ef foreldrið hefur þörf fyrir að barnið trúi á tilvist hans þegar það er orðið þetta gamalt; það væri betra að setja orkuna í jólaandann og jólagleðina og jólasveinarnir eru partur af því; það er hægt að dansa í kringum þetta.“ 

Og það er hægt að dansa með jólasveininum í kringum jólatréð.

Ráð til jólasveinsins

Það sem kemur fram hér að neðan er einkanlega beint til jólasveinsins. Helena bendir á að jólasveinninn ætti að gæta hófsemi þegar kemur að gjöfum í skóinn en á sumum heimilum þarf hann að gefa fleiri en einu barni gjafir í skóinn og nefnir Helena að hann gæti til dæmis gefið mandarínur og límmiða og jafnvel kerti og spil, rafmagnskerti og spil. 

Rakel bendir á að efnahagur fólks sé misjafn. Jólasveinninn ætti að hafa það í huga þar sem börn bera gjafirnar gjarnan saman og það sé slæmt ef eitt barn fær dýra gjöf í skóinn, en næsta barn ekki. Það er jafnvel sami jólasveinninn sem gefur þeim gjafir í skóinn. Helena nefnir þá að jólasveinninn geti skilið eftir miða í skónum þar sem stendur til dæmis að barnið fái skemmtilega samverustund með foreldri sínu eða foreldrum sínum. Það er ómetanleg gjöf sem allir hafa efni á. Að lokum nefna þær að hafa beri í huga að ekki eru öll börn sömu trúar og sum trúa ekki yfir höfuð eða foreldrar þeirra. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég kalla þetta svítuna“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár