Ínýjustu kvikmynd Ridley Scotts, Gladiator II, er fjallað um atburði í Rómaveldi meðan bræðurnir Caracalla og Geta voru þar keisarar. Bæði hér og hér hef ég fjallað um sagnfræðina að baki bíómyndinni og þar var komið sögunni í upprifjun minni á sögu þeirra Caracalla og Geta að þeir voru komnir til Rómar frá Bretlandi þar sem faðir þeirra, Septimus Severus keisari, andaðist í febrúar árið 211 ET.
Hann hafði ákveðið að þeir skyldu erfa keisaratignina sameiginlega og hvatt þá á dánarbeðinu til þess að vera vinir. Sú hvatning var ekki ófyrirsynju því fullkomið hatur mun hafa ríkt millum þeirra allt frá blautu barnsbeini.
Skýringar hafa engar gefist á því hatri og nú þegar þeir voru orðnir fullorðnir menn — 22 og 23 ára — kom í ljós að of seint var að hvetja þá til að leggja fjandskapinn á hilluna.
Raunar virðist heift og skapofsi mjög hafa einkennt þessa fjölskyldu. …
Athugasemdir