Sannleikurinn að baki bíómyndarinnar Gladiator II: Valdi móður keisaranna með stjörnuspeki

Kvik­mynd Ridleys Scotts, Gla­diator II, fjall­ar um tíð Rómar­keis­ar­anna Caracalla og Geta, bræðra sem höt­uðu hvor ann­an. Scott fer þó að ýmsu leyti á skjön við sagn­fræði­leg­an sann­leika.

Sannleikurinn að baki bíómyndarinnar Gladiator II: Valdi móður keisaranna með stjörnuspeki
Septimus Severus og fjölskylda hans: Julia Domna og Severus keisari ásamt sonum sínum, Geta og Caracalla. Búið er að skafa andlit Geta af þessari fornu mynd. Ástæðan fyrir því kemur í ljós ef ég skrifa meira um þessa fjölskyldu í tilefni af bíómynd Ridleys Scotts um Gladiator II.

Árið 186 missti hinn rómverski landstjóri í einu skattlandanna í Gallíu (Frakklandi) konuna sína. Þau hjón höfðu eignast tvær dætur en báðar dóu í bernsku.

Landstjórinn, Septimus Severus, var orðinn rúmlega fertugur. Honum fannst hann ekki hafa mikinn tíma ef hann ætlaði sér að eignast afkomendur. Því ákvað hann að kvænast aftur sem allra fyrst.

En ekki hvaða konu sem var.

Severus var púnverskur að ætt að stærstum hluta en Púnverja kölluðu Rómverjar hina fornu Karþagómenn. Þegar þarna var komið sögu voru rúm 300 ár síðan Rómverjar brutu ríki Karþagómanna á bak aftur og Púnverjar höfðu síðan tekið upp rómverska menningu. Þeir vissu þó enn af þjóðerni sínu og fortíð og mátu mikils.

Þegar Severus fór að svipast um eftir nýrri konu, þá var það þó ekki uppruninn sem skipti hann mestu og þaðan af síður útlit hennar eða elskusemi. Severus leit nefnilega stórt á sig og vildi að hin væntanlega eiginkona færði honum, auk hraustra afkomenda, eitthvað það sem gæti orðið honum að liði í valdabaráttunni í efstu lögum samfélagsins í Rómarríkinu.

Septimus Severus

Hann taldist þrátt fyrir heilmikinn frama fram að þessu vera af heldur ómerkilegri stigum en allra fínustu öldungaráðsmennirnir og embættismennirnir í Róm og gott kvonfang gæti verið punkturinn yfir i-ið sem tryggði honum hið æðstu metorð við hirð Commodusar, sem þá var orðinn keisari.

Og Commodus var reyndar þegar farinn að sýna af sér svo einkennilega og ofsafengna hegðun að það var ekki víst að hann yrði endilega mjög langlífur á keisarastóli.

Severus sendi nú vinum sínum í efri lögum samfélagsins skilaboð. Hann vantaði eiginkonu og hvort þeir vildu vera svo hjálplegir að benda honum á einhverja huggulega sem kæmi til mála?

Seinni hluti boðanna sem Severus sendi vinum sínum hljóta hins vegar að vekja athygli okkar. Þótt hann væri jarðbundinn embættismaður og yfirleitt ekki gefinn fyrir rugl, þá bað hann vini sína nefnilega að senda sér stjörnukort þeirra kvenna sem kæmu til mála.

Hann hugðist sem sé lesa út úr því hvort um vænlega og gagnlega eiginkonu gæti verið að ræða.

Ekki fer sögum af því hvort vinir Severusar sendu honum mörg stjörnukort hugsanlegra eiginkvenna.

En ljóst er þó að einhver kunningi hans austur í Sýrlandi sendi honum stjörnukort Juliu nokkurrar Domnu, dóttur æðsta prestsins í Emesa en sú borg heitir nú Homs.

Og úr stjörnukorti Juliu Domnu mátti lesa stór tíðindi.

Sem sé að eiginmaður hennar yrði konungur.

Það skal tekið fram að heimildum ber reyndar ekki alveg saman um þetta. Önnur saga hermir að Severus hafi sjálfur farið til Emesa vegna þess að út úr stjörnuspá hans hafi mátt lesa að þar myndi hann finna sér heppilega eiginkonu. Og þá hafi æðsti presturinn, Julius Bassianus, kynnt hann fyrir dóttur sinni og úr orðið hjónaband.

Hvor heldur útgáfan er rétt, þá er þó ljóst að trú Severusar á stjörnuspár og stjörnuspeki réð úrslitum um að hann kvæntist Juliu Domnu. Því það gerði hann í upphafi ársins 187.

Og urðu samfarir þeirra góðar því á næstu tveim árum eignuðust þau tvo syni, þá Caracalla og Geta, keisarana sem koma við sögu í kvikmynd Ridleys Scotts, Gladiator II.

Um þá mynd eða öllu heldur söguna að baki hennar byrjaði ég að fjalla í gær.

Þar kom fram að eftir að Commodus var drepinn árið 192 braust út stríð milli háttsettra herforingja og embættismanna um keisaratignina. Sá sem stóð uppi sem sigurvegari að lokum var enginn annar en Septimus Severus.

Julia Domna

Svo stjörnuspekingurinn sem hafði spáð því fyrir Juliu Domnu að eiginmaður hennar yrði konungur reyndist vissulega hafa haft rétt fyrir sér.

Það var þó fleira en bara stjörnurnar á himninum sem Julia Domna hafði sér til ágætis. Öllum heimildum ber saman um að hún hafi verið ljóngáfuð, vel að sér um heimspeki og margvíslega hluti sem í Rómarríkinu voru yfirleitt talin vera einkamál karlmanna. Og hún var mikilvægur ráðgjafi og samverkakona Severusar bæði meðan hann var að brjótast til valda og síðan eftir að hann var orðinn keisari.

Julia Domna og eldri systir hennar, Julia Maesa, sem kemur síðar við sögu, þær höfðu enda hlotið óvenju góða menntun hjá föður sínum, æðsta prestinum í Emesa.

Geta má þess að fjölskyldan var arabísk að ætt og uppruna og hið fölbleika útlit bræðranna Caracalla og Geta í kvikmyndinni Galdiator II er því áreiðanlega á skjön við raunverulegt útlit þeirra, þar eð þeir bræður voru arabískir í aðra ættina en norðurafrískir (að mestu) í föðurætt.

En þótt Julia Domna væri bersýnilega mjög klár kona, þá auðnaðist henni ekki að sporna gegn því að synir hennar Caracalla og Geta yxu úr grasi sem svarnir óvinir, já, hatursmenn.

Og þegar þeir urðu sameiginlega keisarar við lát föður síns árið 211 þá dýpkaði hatur þeirra hvor á öðrum, þótt Julia Domna reyndi allt hvað hún gat til að bera klæði á vopnin.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár