Þórður tekur ekki þingsæti - „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“

Þórð­ur Snær Júlí­us­son ætl­ar ekki að taka sæti á þingi nái hann kjöri í al­þing­is­kosn­ing­un­um. Hann seg­ist skamm­ast sín mik­ið fyr­ir göm­ul bloggskrif sem voru rifj­uð upp í vik­unni. Þórð­ur tek­ur fram að hann sé ekki fórn­ar­lamb að­stæðna og að bar­átt­an í kven­frels­is- og jafn­rétt­is­mál­um standi enn.

Þórður tekur ekki þingsæti -  „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“
Þórður Snær var í Kringlunni nýverið að ræða við kjósendur um stefnumálin. Mynd: Golli

 „Ég ber alla ábyrgð á þeim bloggskrifum sem hafa birst í fjölmiðlum síðustu daga. Ég skammast mín djúpt fyrir þau. Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg. Það er hægt að velja hvaða sterka neikvæða lýsingarorð sem við eigum í orðabókinni. Þau eiga við um þessi skrif.“

Svona hefst yfirlýsing sem Þórður Snær Júlíusson birtir á Facebooksíðu sinni um hádegisbilið. 

Þórður skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavik norður fyrir alþingiskosningarnar. Í yfirlýsingunni segist hann ekki ætla að taka sæti nái hann kjöri heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti sitt. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninganna er hafin og geta frambjóðendur á listum því ekki hætt við framboð. 

Á þriðjudag var Þórður gestur í þættinum Spursmál á mbl.is þar sem Stefán Einar Stefánsson rifjaði upp afar ósmekkleg og meiðandi bloggskrif Þórðar frá árunum 2004-2007 en þar skrifaði hann til að mynda endurtekið niðrandi um konur. Hart hefur verið sótt að Þórði síðan, til að mynda af frammákonum í kvenfrelsisbaráttunni en einnig mun breiðari hópi, og ýmsir velt því upp hvort honum sé stætt á því að sækjast eftir þingsæti í ljósi bloggskrifanna.

„Ég bauð mig fram til Alþingis á grunni þess sem ég er, og hef orðið að á síðustu tæpu tveimur áratugum, ekki þess sem ég var. Ég vildi gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. Hvíla mig á því að benda á það sem væri að og reyna að vinna að lausnum þess í stað. Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ segir hann í yfirlýsingunni. 

Þórður tekur þar fram að hann sé ekki fórnarlamb neinna aðstæðna og að hann ætli ekki að reyna að réttlæta skrifin. Hann segist einfaldlega hafa átt að vita betur og gera betur. Þá fari hann ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti hann hafi beðist afsökunar og iðrist. 

„Það liggur líka fyrir að baráttan stendur enn. Og það er bakslag í henni. Viðhorf eru farin að heyrast á ný sem voru á undanhaldi. Ungir karlar sem eru á svipuðum stað og ég var á þessum tíma sem skrifin birtust. Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann.

Hér er færsla Þórðar í heild sinni:

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.
Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Við­reisn tek­ur stórt stökk í mæl­ingu Pró­sents

Ný mæl­ing á fylgi flokka frá Pró­sent sýn­ir Við­reisn taka stökk al­veg upp að hæl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en báð­ir flokk­ar mæl­ast nú með yf­ir 21 pró­sents fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 12 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könn­un sem er versta mæl­ing sem flokk­ur­inn hef­ur feng­ið nokkru sinni. Hvorki Pírat­ar né Vinstri græn mæl­ast með yf­ir fimm pró­senta fylgi á landsvísu.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár