Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þórður tekur ekki þingsæti - „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“

Þórð­ur Snær Júlí­us­son ætl­ar ekki að taka sæti á þingi nái hann kjöri í al­þing­is­kosn­ing­un­um. Hann seg­ist skamm­ast sín mik­ið fyr­ir göm­ul bloggskrif sem voru rifj­uð upp í vik­unni. Þórð­ur tek­ur fram að hann sé ekki fórn­ar­lamb að­stæðna og að bar­átt­an í kven­frels­is- og jafn­rétt­is­mál­um standi enn.

Þórður tekur ekki þingsæti -  „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“
Þórður Snær var í Kringlunni nýverið að ræða við kjósendur um stefnumálin. Mynd: Golli

 „Ég ber alla ábyrgð á þeim bloggskrifum sem hafa birst í fjölmiðlum síðustu daga. Ég skammast mín djúpt fyrir þau. Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg. Það er hægt að velja hvaða sterka neikvæða lýsingarorð sem við eigum í orðabókinni. Þau eiga við um þessi skrif.“

Svona hefst yfirlýsing sem Þórður Snær Júlíusson birtir á Facebooksíðu sinni um hádegisbilið. 

Þórður skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavik norður fyrir alþingiskosningarnar. Í yfirlýsingunni segist hann ekki ætla að taka sæti nái hann kjöri heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti sitt. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninganna er hafin og geta frambjóðendur á listum því ekki hætt við framboð. 

Á þriðjudag var Þórður gestur í þættinum Spursmál á mbl.is þar sem Stefán Einar Stefánsson rifjaði upp afar ósmekkleg og meiðandi bloggskrif Þórðar frá árunum 2004-2007 en þar skrifaði hann til að mynda endurtekið niðrandi um konur. Hart hefur verið sótt að Þórði síðan, til að mynda af frammákonum í kvenfrelsisbaráttunni en einnig mun breiðari hópi, og ýmsir velt því upp hvort honum sé stætt á því að sækjast eftir þingsæti í ljósi bloggskrifanna.

„Ég bauð mig fram til Alþingis á grunni þess sem ég er, og hef orðið að á síðustu tæpu tveimur áratugum, ekki þess sem ég var. Ég vildi gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. Hvíla mig á því að benda á það sem væri að og reyna að vinna að lausnum þess í stað. Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ segir hann í yfirlýsingunni. 

Þórður tekur þar fram að hann sé ekki fórnarlamb neinna aðstæðna og að hann ætli ekki að reyna að réttlæta skrifin. Hann segist einfaldlega hafa átt að vita betur og gera betur. Þá fari hann ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti hann hafi beðist afsökunar og iðrist. 

„Það liggur líka fyrir að baráttan stendur enn. Og það er bakslag í henni. Viðhorf eru farin að heyrast á ný sem voru á undanhaldi. Ungir karlar sem eru á svipuðum stað og ég var á þessum tíma sem skrifin birtust. Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann.

Hér er færsla Þórðar í heild sinni:

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    #Afsakið það skiptir greinilega öllu máli hvort það er karl eða kona sem biður um grið. #Afsakið en hræsnin er óbærileg. #Afsakið #Afsakið #Afsakið
    -2
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Þórður Snær sagði ljótt um konur í “denn”. Hann uppsker fyrir það núna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kúlulánadrottning fer fyrir Viðreisn, æðsti koppur í búri þar. Á að trúa því að hún sé eitthvað forbetruð síðan á kúlulánaskeiðinu? Gildir eitthvað annað viðmið fyrir hennar siðferði - og um leið þá hennar flokk, Viðreisn?
    1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Hef fylgst með skrifum Þórðar, bæði í pistlum og þegar hann var starfaði á Kjarnanum og á Heimildinni, og í morgunútvarpi Rásar 1. Hans málflutningur þar, bar þess ekki merki að þar færi maður sem hefði sérstakt horn í síðu kvenna, heldur þvert á móti. Þórður er maður að meiri, að gengist við sínum afglöpum og beðist afsökunar og axlað að auki ábyrgð á þessum ævafornu misgjörðum, sem einhverjum fannst ástæða til að draga fram í dagsljósið, öruggleg bara í göfugum tilgangi. Treysti því að hann láti ekki deigan síga og reynist öflugur liðsmaður Samfylkingarinnar á komandi kjörtímabili og komi reynslunni ríkari í baráttuna í næstu kosningum og kemst þá vonandi á þing.
    3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Furðulegt að dæma Þórð af 17-20 ára gömlum ummælum án þess að taka neitt tillit til skrifa hans eftir það. Hann hefur lengi verið vel metinn blaðamaður og unnið til verðlauna fyrir fagleg vinnubrögð. Það er mikil eftirsjá að honum á Heimildinni.
    Sumir tala jafnvel um að hann eigi að fá annað tækifæri rétt eins og hann sé enn við sama heigarðshornið.
    Ákvörðun hans um að taka ekki þingsæti nái hann kjöri er þó að mínu mati rétt og honum til sóma. Hann tekur hagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni.
    Svara
    4
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Var hann ekki þvingaður til þess að taka þessa ákvörðun?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár