Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents

Ný mæl­ing á fylgi flokka frá Pró­sent sýn­ir Við­reisn taka stökk al­veg upp að hæl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en báð­ir flokk­ar mæl­ast nú með yf­ir 21 pró­sents fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 12 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könn­un sem er versta mæl­ing sem flokk­ur­inn hef­ur feng­ið nokkru sinni. Hvorki Pírat­arVinstri græn mæl­ast með yf­ir fimm pró­senta fylgi á landsvísu.

Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents
Prósent Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson leiða Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Mynd: Golli

Hvorki Píratar né Vinstri græn mælast með 5 prósent fylgi á landsvísu í nýrri könnun Prósents, en fylgi Pírata mælist 3,4 prósent og Vinstri grænna 2,4 prósent í könnuninni. Að auki mælist fylgi Lýðræðisflokksins 1 prósent.

Sósíalistaflokkurinn mælist hins vegar með með 5,4 prósent fylgi á landsvísu í þessari könnun, litlu minna en Framsókn sem mælist nú með 5,6 prósenta fylgi. Aðrir flokkar mælast með tveggja stafa fylgistölur í þessari nýjustu mælingu Maskínu.

Samfylkingin og Viðreisn mælast stærstu flokkar landsins í könnunni, en báðir flokkar bæta við sig frá síðustu mælingu Prósents og Viðreisn allverulega. Fylgi Samfylkingar er nú 22,4 prósent en fylgi Viðreisnar 21,5 prósent.

Miðflokkurinn mælist ögn stærri en í síðustu viku, með 15,5 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn fær sína verstu mælingu í skoðanakönnun nokkru sinni og mælist með 12 prósent fylgi í þessari könnun Prósents. Flokkur fólksins mælist með aðeins minna fylgi en í síðustu viku, eða …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár