Þegar Tryggvi Rafn Tómasson fékk skilaboð frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, á laugardagsmorgni í liðinni viku, bjóst hann ekki við því að þau yrðu orðin ein stærsta fréttin í fjölmiðlum seinna sama dag. „Þegar ég hugsa til baka þá áttaði ég mig ekki á því hvað ég væri með. Þetta átti aldrei að ganga svona langt. Ef ég hefði áttað mig á því hvers lags bomba þetta væri þá hefði þetta aldrei farið inn á þennan hóp,“ segir hann.
Forsætisráðherra sem Ísland þyrfti
Tryggvi hafði sent Kristrúnu skilaboð til að tjá henni að hann teldi að hún væri sá forsætisráðherra sem Ísland þyrfti á að halda. Hann myndi þó ekki vilja kjósa flokk hennar væri Dagur B. Eggertsson í framboði.
„Það kom mér algjörlega á óvart að sjá svör Kristrúnar af því að mér fannst hún …
Þegar fyrstu lóðirnar í Grafarvogi, í Foldunum, voru til úthlutunar gengu þær ekki út. Óánægja var með að gert var ráð fyrir pallahúsum eða tveggja hæða húsum á lóðunum enda landið bratt. Davíð tók af skarið og leyfði einnar hæðar hús þannig að lóðir urður flatar en með hárri og brattri brekku á milli þeirra til að taka upp hæðarmismuninn. Þótti þetta minna á kínverska hrísgrjónaakra.
Vegna þessa myndaðist sérstakt samband milli Davíðs og húsbyggjenda í Grafarvogi . Davíð tók upp þann vana að fara i bíltúr um hverfið á sunnudagsmorgnum sem styrkti sambandið við hann og Sjálfstæðisflokkinn enn frekar. Nú nærri fjörutíu árum síðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn mun meira fylgi í Grafarvogi en í öðrum hverfum.
Meðan Davíð er nánast í guðatölu í Grafarvogi er Degi kennt um að halda sjálfstæðismönnum frá völdum í borginni. Viðbrögð Tryggva sýna hve djúpt andúðin ristir. Grafarvogsbúar neita að taka þátt í þéttingu byggðar, þó í litlu sé, og ganga jafnvel svo langt að hætta við að kjósa lista sem Dagur er á þótt hann hafi árum saman verið kosinn vinsælasti borgarfulltrúinn.
Ég vona að Kristrún muni ekki taka í mál að selja nokkra eign okkar sem gefa arð. Innkalla í skrefum framsal á kvóta og stoppa útdeilingar á náttúruauðlindum. Það ætti að varða við lög.
Það kostar klof að ríða röftum🥶 Vonandi mun Dagur nota reynslu sína til góðra verka. Hann þekkir öðrum fremur, hvað ber að varast!
Ég mun kjósa Samfylkinguna, líst vel á plön þeirra og hvernig þau ætla að gera það.
Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara að mynda breiðfylkingu sem getur unnið bæði til hægri og vinstri. Útrýma þarf spillingu, svo ég tala ekki um glæpum.
Afsakið, hvað sunnudagshugvekjan er seint á ferðinni.
Góða nótt!