„Mér fannst það mjög skrýtið sem krakki að henda hlutum í ruslið. Ég skildi ekki alveg hvernig það voru endalok hluta,“ segir Hrefna Björg Gylfadóttir, teymisþjálfi og verkefnastjóri hjá Marel. Fyrir henni er það ekki eðlileg hegðun að henda öllu í ruslið og líða allt í lagi með það. „Það er fyrsta minningin mín um umhverfið.“
Sjálfbærni er stór hluti af daglegu lífi Hrefnu og hefur verið frá unglingsárum þegar hún barðist fyrir því að fá skólann sinn, Breiðholtsskóla, til að taka þátt í grænfánaverkefninu, alþjóðlegu umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd, fyrir tæpum 20 árum. „Fyrir það vorum við ekki að endurvinna en þarna byrjuðum við að endurvinna pappír, plast, flöskur og dósir. Síðan þá hefur það verið stór partur af lífi mínu og að minnka neyslu, sérstaklega eftir að ég fór í háskólanám og uppgötvaði að þetta er samfélagsvandamál, ekki eitthvað sem bara ég þarf að passa,“ segir …
Athugasemdir