Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Búið að drepa samkeppni“

Ný lög rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­ans leiða til þess að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga tek­ur yf­ir slát­ur­mark­að­inn á Norð­ur­landi án þess að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið megi koma að mál­inu með íhlut­un. For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir þing­menn ann­að hvort ekki hafa vit­að hvað þeir voru að gera eða sagt ósatt.

„Búið að drepa samkeppni“
Páll Gunnar Pálsson Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnuna hafa fengið hálfan dag til þess að segja álit á breyttum búvörulögum, sem afnema í reynd aðkomu þess að kjötafurðastöðvum. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftliritið, sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna neytenda og smærri fyrirtækja gegn þeim stærri, fékk aðeins hálfan dag til þess að bregðast við afdrifaríkri lagasetningu sem nú hefur leitt til þess að Kaupfélag Skagfirðinga kaupir upp kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska án nokkurra skilyrða. Með þessu er búið að „drepa samkeppni“, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis, sem er í formennsku þingmanns sem fékk óbeint kauptilboð frá Kaupfélagi Skagfirðinga í viðskiptunum, naut meðal annars ráðgjafar lögmanns KS við lagasetninguna en aðrir sem áttu hagsmuni höfðu lítið tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en Alþingi samþykkti lögin. Með lögunum, sem voru samþykkt 21. mars, er kjötafurðastöðvum heimilað að stunda samráð og eiga samruna án aðkomu Samkeppniseftirlitins. Þannig fá stóru fyrirtækin rýmri heimild en bændur sjálfir, öfugt við það sem viðgengst í nágrannalöndum okkar, að sögn Páls Gunnars.

Fengu hálfan dag til að bregðast við

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitins, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að vinnubrögð Alþingis hefðu leitt til þess að eftirlitið gæti ekki tekið yfirtöku Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska til „gaumgæfilegrar athugunar“, eins og Páll Gunnar segir að hefði gerst án nýju laganna.

„Það er hægt að gefa sér það nokkurn veginn að með þessum samruna og síðan heimild þeirra fyrirtækja sem eftir standa til að hafa með sér samráð, þá er í raun og veru búið að drepa samkeppni á þessum mörkuðum og engar varnir reistar í staðinn,“ segir Páll Gunnar.

Lagasetningin hefur verið til skoðunar á síðustu árum, en matvælaráðherra ákveðið að leggja ekki fram frumvarp þessa efnis. „Einfaldlega vegna þess að niðurstaðan var sú að það væri óverjandi,“ segir Páll Gunnar. „Þess vegna kom það okkur gríðarlega á óvart þegar við áttuðum okkur á því, nánast af tilviljun, að það var komið inn á netið hjá Alþingi, algerlega breytt frumvarp matvælaráðherra. Það nánast stóð ekki einn stafur í frumvarpinu eftir umsagnarferlið. Þannig að við höfðum bara hálfan dag til þess að bregðast við því, vegna þess að daginn eftir þá var búið að samþykkja lögin. Þannig fengu hagsmunaaðilar enga möguleika til þess að tjá sig um þetta, aðrir heldur en þeir sem eru núna að nýta sér undanþáguna.“

Alþingi ákvað að ólögmætt samráð yrði lögmætt

Páll Gunnar segir að tekið sé úr sambandi bann við ólögmætu samráði, „sem er grafalvarlegt brot sem getur haft víðtæka þýðingu“. Slíkar breytingar hafi, að sögn Páls Gunnars, eingöngu verið innleiddar í Evrópusambandinu og Noregi þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu bænda. Þannig sé bændum heimilað að taka sig saman til styrkja samningsstöðu sína og gæta hagsmuna gegn stórfyrirtækjum eins og kjötafurðastöðvum. Hér á landi eru afurðastöðvar að mestu leyti komnar úr eigu bænda, ólíkt því sem áður var. Bændur eru, samkvæmt könnunum Samkeppniseftirlitsins, mjög óánægðir með samningsstöðu sína gagnvart fyrirtækjunum. „Að þessu leytinu gerir þessi breyting það þveröfuga við það sem gerist í kringum okkur. Í kringum okkur er verið að veita undanþágur fyrir bændur sjálfa, hér er verið að veita undanþágur fyrir viðsemjendur bænda. En það eru engar undanþágur gerðar fyrir bændurna sjálfa, þannig að ef þeir myndum vilja taka sig saman og efla samningsstöðu sína gagnvart þessum kjötafurðastöðvum, þá er þeim það óheimilt. Þannig að þetta er í raun og veru það þveröfuga við það sem er gert í kringum okkur. Síðan er hvergi í kringum okkur tekið úr sambandi samrunaeftirlitið, heimild samkeppnisyfirvalda til þess að rannsaka samruna og beita íhlutun, annað hvort ógilda eða setja skilyrði.“ 

Hann segir lagabreytingu Alþingis „óverjandi“. „Hvergi hafa menn gert það, einfaldlega vegna þess að það er óverjandi, af því að það er óafturkræft í mörgum tilvikum. Samfélagslegir hagsmunir af því að það sé einhver samkeppni á svona markaði eru gríðarlega miklir, bæði fyrir bændur og neytendur, og önnur fyrirtæki sem eru að starfa nálægt þessu. Þannig að það þekkist hvergi í kringum okkur, bæði í Noregi, Danmörku, Írlandi; Þú getur litið hvert sem er. Þar er verið að beita þessu samrunaeftirliti til þess að koma í veg fyrir eða beita íhlutun í samruna á þessum marköðum, til þess að verja hagsmuni bænda og neytenda. Hér er þetta umhugsunarlaust, nánast, tekið úr sambandi,“ segir Páll Gunnar.

Formaður nefndarinnar hluti af viðskiptunum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður Atvinnuveganefndar Alþingis. Lagabreytingin var lögð fram af meirihluta nefndarinnar, sem telur einnig Ásmund Friðriksson og Birgi Þórarinsson í Sjálfstæðisflokki og Evu Dögg Davíðsdóttur í Vinstri grænum.

Þórarinn Ingi Pétusson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem komu að lagagerðinni. Hann átti lítinn hlut í félaginu Búsæld ehf, sem á 43% hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þannig verður Þórarinn aðili að viðskiptunum sem komu til beint í kjölfar lagasetningar hans, þegar Kaupfélag Skagfirðinga greiðir Búsæld, sem Þórarinn á 0,8% hlut í, fyrir hlut þess. Formaður Bændasamtakanna, Trausti Hjálmarsson, vildi þó bera í bætifláka fyrir tengsl hans. „Maðurinn er bóndi og á að refsa honum fyrir það?“ spurði hann í viðtali við RÚV í gær. Búsæld er í eigu 500 bænda, en með sölunni færist aðkoma þeirra yfir til KS.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tekur í sama streng og telur tengsl Þórarins ekki hafa áhrif á störf hans, enda séu hagsmunir hans skráðir opinberlega og hún hafi ekki orðið vör við að lítill eignarhlutur hans hafi „haft nokkur áhrif á hans ákvörðun“. 

„Bændum og neytendum til hagsbóta“

Þórarinn Ingi hefur lýst því í viðtölum eftir lagasetninguna að óhagræði sé við lýði í kjötframleiðslu á Íslandi, meðal annars með of mörgum sláturhúsum. Þannig myndu bændur hagnast á meiri hagræðingu kjötvinnslu. „Megninu til er það þannig að afurðastöðvarnar eru í meirihluta eigu bænda,“ sagði hann í viðtali á Bylgjunni í mars. Í umræðum á þingi við samþykkt laganna lýsti hann ánægju sinni, en tók sjálfur á sig mistök við að fleiri fengju ekki færi á að veita umsögn í lagasetningarferlinu. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það í huga að við þurfum að bregðast við á þann hátt að við getum hagrætt, bændum og neytendum til hagsbóta.“

„Hérna er fyrsta skiptið sem ég þekki til í síðari tíma sögu að treysta alfarið fyrirtækjum á markaði fyrir því.“
Páll Gunnar Pálsson
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vísar hins vegar til þess að með nýjum lögum og afnámi samkeppnislaga varðandi kjötfurðastöðvarnar sé verið að treysta fyrirtækjum. „Hérna er fyrsta skiptið sem ég þekki til í síðari tíma sögu að treysta alfarið fyrirtækjum á markaði fyrir því. Öll ríki í kringum okkur setja sér leikreglur og hafa lært það af reynslunni að það er ekki  hægt að treysta fyrirtækjum einum, jafnvel þó að þau hafi góðan ásetning. Þess vegna erum við með svona samkeppnisreglur. Forsvarsmenn breytinga segja bara, við þurfum ekki að reisa neinar varnir. Við treystum bara þessum fyrirtækjum. Það er alveg fáheyrt. Það er leið sem hefur hvergi verið farin og þess vegna er ekki rétt það sem forsvarsmenn þessara breytinga, og þar á meðal kjörnir fulltrúar, eru að halda fram að hér sé farin svipuð leið og í kringum okkur.“

Þingmenn viti ekki betur eða segi ósatt

Páll Gunnar segir að þingmenn, sem vísi til erlendra fyrirmynda löggjafarinnar, séu annað hvort að segja ósatt eða viti ekki hvað þeir séu að tala um. „Við þekkjum hliðstæðar undanþágur í mjólkuriðnaði. Þar er það þó þannig að mjólkursamsalan er í eigu bænda og það eru síðan reistar aðrar varnir meðfram. Það er opinber verðlagning, sem gerir það að verkum að Mjólkursamsalan getur ekki gert hvað sem er. En hér tók atvinnuveganefnd og síðan í framhaldinu Alþingi ákvörðun um að hafa engar slíkar varnir, sem á sér ekki neinar slíkar hliðstæður. Þegar kjörnir fulltrúar halda því fram núna að þeir hafi verið að gera eitthvað sem sé alþekkt í kringum okkur, þá verður maður að segja alveg skýrt, að annað hvort vita þessir kjörnu fulltrúar ekki hvað þeir voru að gera, eða þá að þeir eru vísvitandi ekki að segja rétt frá. Hvorugt tveggja er auðvitað alvarlegt.“

Tvö ár eru frá því að Kjarnafæði Norðlenska varð til við samruna tveggja félaga, sem Samkeppniseftirlitið setti skilyrði fyrir. Eins og Heimildin fjallaði um í gær fela kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska í sér að sameinað félag mun fara með slátrun yfir 60% alls sauðfjár og nautgripa á Íslandi.

Kjósa
77
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Grein er goð Hann kann að skrifa hann Jón Trausti Reynisson. Þetta er sorgardagur fyrir Neytendur og Glæpsamlegt athæfi hja Alþingi, Matar verð hækka og Okur aukast mikið. Kaupfelag Skagfirðinga er Glæpa Samkvunta það er Storveldi i Utgerð og öðrum viðskiptum. Þeir eiga nu Felög a Höfuð borgar svæðinu Maiones Verksmiðju og Hamgorgarastaði og otalmargt sem gefur pening i aðra hönd. Heimilin munu Blæða fyrir svona Hakalla sem eru Ovinir Neitands Okur Hundar, nefna ma Ali sem a Svinabu og kjötvinslu Lifland sem a Hænsnabu a Vatnleysuströnd með 100.000 hænur rekið a SNYKJUSTIRA BOTUM og annað i Arnessyslu Þessir firar Aka um a Luxux Kerrum og Neytandinn heldur þessum Vesalingum Gangandi. SS sem er Mafiufelag og Mjolkursamsalan öll þessi felög þarf að Brjota upp. Ferðamönum a eftir að snarfækka næstu 5 arin. Island er Stimplað inn sem Land með dyrasta mat i heimi. Þessi Glæpafelög eiga TOLLKOTA og flitja in Kjötvörur i Massavis þa Þorolfur a Sauðarkroki. Rikistjornin er Baneitruð og þarf að Hætta Strax
    Þeir hafa leikið þjodina Gratt. Kvernig er Husnæðis Verðið. Það eina sem getur Bjarkað Þjoðini er AÐILD AÐ EVROPU BANDALAGININU OG FRJALS INFLUTNINGUR MATVÆLA.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þetta er gulltækifæri fyrir BEINT frá BÝLI bændum, tel víst að almenningur mun snúa sér í miklu meira mæli til BEINT frá BÝLI, það getum við gert saman ekki satt ?
    2
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Grein er goð. Þetta er sorgardagur fyrir Neytendur og Glæpsamlegt athæfi hja Alþingi, Matar verð mun hækka og Okur aukast mikið. Kaupfelag Skagfirðinga er Glæpa Samkvunta það er Storveldi i Utgerð og öðrum viðskiptum. Þeir eiga nu Felög a Höfuð borgar svæðinu Maiones Verksmiðju og Hamgorgarastaði og otalmargt sem gefur pening i aðra hönd. Heimilin munu Blæða fyrir svona Hakalla sem eru Ovinir Neitands Okur Hundar, nefna ma Ali sem a Svinabu og kjötvinslu Lifland sem a Hænsnabu a Vatnleysuströnd með 100.000 hænur rekið a SNYKJUSTIRA BOTUM og annað i Arnessyslu Þessir firar Aka um a Luxux Kerrum og Neytandinn heldur þessum Vesalingum Gangandi. SS sem er Mafiufelag og Mjolkursamsalan öll þessi felög þarf að Brjota upp. Ferðamönum a eftir að snarfækka næstu 5 arin. Island er Stimplað inn sem Land með dyrasta mat i heimi. Þessi Glæpafelög eiga TOLLKOTA og flitja in Kjötvörur i Massavis þa Þorolfur a Sauðarkroki. Rikistjornin er Baneitruð og þarf að Hætta Strax
    Þeir hafa leikið þjodina Gratt. Kvernig er Husnæðis Verðið. Það eina sem getur Bjarkað Þjoðini er AÐILD AÐ EVROÐUNANDALAGI EVRA OG FRJALS INFLUTNINGUR MATVÆLA.
    2
  • ÓBB
    Ólafur Bjarni Bjarnason skrifaði
    Haukur Arnþórsson beti í vor á að þessi lög værðu ólögleg útfrá þingsköpum Alþingis: https://www.visir.is/g/20242548050d/telur-morgunljost-ad-nyju-buvorulogin-seu-o-log-leg
    5
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Þetta er sorglegt að upplifa en kemur ekki á óvart. Þingmenn hafa endurtekið sýnt með afstöðu sinni og flokkshollustu að almannahag er almennt ekki gætt hjá þeirri stofnun.
    9
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Alvarlegast er að þessi lög, eins og mörg önnur, eru á forsendum sérhagsmuna en ekki almennings. Lögmaður Kaupfélags Skagfirðinga breytti þeim á síðustu stundu til að þjóna hagsmunum KS og Þórólfs en ekki almennings og bænda.
    8
  • Sigurdur Bogason skrifaði
    Verður mögulegt að kaupa uppruna vottað kjöt í áskrift beint frá býli og að almenningur hætti þar með viðskiptum við þessi einokunarfyrirtæki. Slíkt gæti orðið beggja hagur ef vel tækist til og KS þar með Kjaft-Stopp?
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár