Í umsóknum til Reykjavíkurborgar um styrki sagði Arnar Gunnar Hjálmtýsson, rekstraraðili áfangaheimila Betra lífs, að þau væru í samstarfi við Bergið headspace og Pieta, samtök sem kannast ekki við að vera eða hafa verið í samstarfi við Betra líf. Ekkert virðist hafa verið gert hjá borginni til að sannreyna það sem stóð í umsókninni áður en styrkbeiðnirnar voru samþykktar og styrkirnir greiddir út.
„Velferðarsvið er að skoða málið með lögfræðingum sviðsins. Þar sem reglur um styrki til áfangaheimila hafa verið lagðar niður er ekki lengur um neinar greiðslur að ræða til Betra lífs. Komi til þess að forsvarsmaður Betra lífs sæki aftur um styrk til borgarinnar verða fyrri samskipti höfð til hliðsjónar,“ segir í svari frá velferðarsviði.
Athugasemdir