Dönsku samtökin Biler til Ukraine hafa gefið um 400 bíla og rútur til úkraínska hersins.
Bílarnir eru notaðir í hin ýmsu mikilvægu verkefni þvers og kruss eftir 1.200 kílómetra langri framlínunni.
Á dögunum lagði ég upp í um 6.000 kílómetra langt ferðalag frá heimili mínu í Kyiv til Danmerkur og slóst í för með þeim þaðan og yfir Þýskaland, svo Pólland og með samtökum sem tóku við bílunum lengdina af Úkraínu.
Frá fyrsta degi gekk allt einhvern veginn á afturfótunum. Bíllinn ekki á réttum dekkjum, réttum númerum, stýrið bilað og þar fram eftir götunum.
Við landamæri Donetsk var mér tilkynnt að ég mætti alls ekki mynda né taka upp vídeó inni í fylkinu, þar væri bann á alla blaðamenn. Ég mætti aðeins taka ljósmyndir af starfsemi samtakanna, engu öðru.
Ég ákvað, eftir frekar hörð mótmæli, að það væri hollast að hlýða þeim fyrirmælum eftir bestu getu. Ég fylgdi samtökunum …
Athugasemdir