Alexander Ívanovitsj Marinesko var með böggum hildar þegar lagt var úr höfn 11. janúar 1945. Hann var illa timbraður eftir að hafa verið á margra daga fylleríi og hann vissi að það hafði minnstu munað að hann væri handtekinn fyrir liðhlaup. Og sú hætta vofði enn yfir honum.
Á gamlárkvöld hafði Marinesko setið að sumbli á barnum í sovésku flotastöðinni Hanko í Finnlandi og það var alls ekki í fyrsta sinn sem hann lét áfengi inn fyrir sínar varir. Hann var 32 ára og hafði stýrt kafbátnum S-13 í tæp tvö ár og á sama tíma hafði drykkjuskapur hans færst sífellt í aukana.
Það var heldur ekki gott fyrir sálartetrið að þjóna á kafbátum Rauða flotans í Eystrasalti. Í upphafi stríðsins höfðu Sovétmenn átt mun fleiri kafbáta en Þjóðverjar en flestum hafði verið sökkt í tilraunum Hitlers-Þýskalands til að gera Eystrasaltið að þýsku innhafi.
Liðhlaupi?
Nú hafði stríðsgæfan snúist svo …
Athugasemdir