Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ólaf­ur Þór­halls­son rifjar upp at­vik sem kenndi hon­um nú­vit­und í sinni skýr­ustu mynd.

Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ég var í París fyrir tæpum fjörutíu árum. Og var bara að strolla niður einhverja götu þar sem var röð af kaffihúsum. Þá sá ég svona eldri konu, pelsklædda og mjög fína. Hárið grásprengt, stutt og vel til haft. Naglalakk og vel til höfð! Bara svona skilgreining á Parísardömu. Sem hefur líklegast lifað lífinu lifandi. Og var með einn kaffibolla og sígarettu í hendinni. Og naut svo augsýnilega lífsins til hins ýtrasta þar sem hún sat ein.

Nauðaómerkilegt atvik.

En! Mér verður oft hugsað til þess. Þegar fólk er að skipuleggja alls konar ferðir eða viðburði sem kosta mikla peninga. Þarna var hún að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru.

Mér finnst fyndið að ég skuli alltaf muna eftir þessu því þetta var svo nauðaómerkilegt. En ég hugsa til þess aftur og aftur. Og mér finnst fyndið hvað ég man ofsalega vel eftir þessu. Þetta var mjög fín frú á áttræðisaldri.

Seinna meir held ég að þetta hafi kennt mér núvitund í sinni skýrustu mynd. Þetta kenndi mér að njóta augnabliksins. Ekki hvað ég ætla að gera á morgun eða eftir eitt ár. Ég tók fyrst eftir henni því hún var svo vel til höfð og glæsileg til fara. En svo leit hún upp í himininn og lyngdi aftur augunum eins og sjálfsöruggt fólk gerir. Af svo augljósri og áreynslulausri vellíðan.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SRÓ
    Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
    þetta er akkúrat það sem ég vil gera á ferðalögum , slaka á og njóta
    1
  • GEJ
    Guðrún Eva Jóhannsdóttir skrifaði
    Hérna...er þetta ekki einhver samsuða úr tveimur blaðagreinum?!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár