Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ólaf­ur Þór­halls­son rifjar upp at­vik sem kenndi hon­um nú­vit­und í sinni skýr­ustu mynd.

Að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru

Ég var í París fyrir tæpum fjörutíu árum. Og var bara að strolla niður einhverja götu þar sem var röð af kaffihúsum. Þá sá ég svona eldri konu, pelsklædda og mjög fína. Hárið grásprengt, stutt og vel til haft. Naglalakk og vel til höfð! Bara svona skilgreining á Parísardömu. Sem hefur líklegast lifað lífinu lifandi. Og var með einn kaffibolla og sígarettu í hendinni. Og naut svo augsýnilega lífsins til hins ýtrasta þar sem hún sat ein.

Nauðaómerkilegt atvik.

En! Mér verður oft hugsað til þess. Þegar fólk er að skipuleggja alls konar ferðir eða viðburði sem kosta mikla peninga. Þarna var hún að njóta lífsins ein og kostaði hana eina evru.

Mér finnst fyndið að ég skuli alltaf muna eftir þessu því þetta var svo nauðaómerkilegt. En ég hugsa til þess aftur og aftur. Og mér finnst fyndið hvað ég man ofsalega vel eftir þessu. Þetta var mjög fín frú á áttræðisaldri.

Seinna meir held ég að þetta hafi kennt mér núvitund í sinni skýrustu mynd. Þetta kenndi mér að njóta augnabliksins. Ekki hvað ég ætla að gera á morgun eða eftir eitt ár. Ég tók fyrst eftir henni því hún var svo vel til höfð og glæsileg til fara. En svo leit hún upp í himininn og lyngdi aftur augunum eins og sjálfsöruggt fólk gerir. Af svo augljósri og áreynslulausri vellíðan.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SRÓ
    Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
    þetta er akkúrat það sem ég vil gera á ferðalögum , slaka á og njóta
    1
  • GEJ
    Guðrún Eva Jóhannsdóttir skrifaði
    Hérna...er þetta ekki einhver samsuða úr tveimur blaðagreinum?!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu