Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
Bóndinn í Austurhlíð Trausti Hjálmarsson hefur í nógu að snúast þessa dagannna. Hann er að taka við formennsku í heildarsamtökum bænda í miðjum sauðburði. Ofan á það hefur blásið töluvert um nýja stjórn, ekki síst formanninn. Mynd: Golli

„Það er ein borin, tvílembd,“ sagði Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum, þegar Heimildin heyrði í honum fyrir um tíu dögum. Trausti og Kristín kona hans eru að gera klárt í sauðburð.

Á bænum eru 570 ær á vetrarfóðrum. Það þýðir að lömbin úr sauðburði þessa vors, verði, ef að líkum lætur, um og yfir þúsund. Tvílembdar ær enda orðnar hér um bil lágmark.

Trausti stendur ekki bara í stórræðum í sauðburði. Hann er nýtekinn við formennsku í heildarsamtökum íslenskra bænda; orðinn formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ). Eftir að félög bænda í öllum búgreinum sameinuðust undir einum hatti nýlega er hann sá formaður BÍ sem hefur skýrasta umboðið til formennsku í félagsskapnum frá upphafi.

Nýi formaðurinn er alinn upp í sveit. En ekki hvar? Á Langstöðum í Flóa. Af áberandi kyni Brúnaðastaðafólks, frá samnefndu býli í Hraungerðishreppi í Flóa. Þaðan er kyn sem gert hefur sig gildandi í íslenskum félags- og stjórnmálum, svo lengi sem elstu menn muna. Og muna þeir nú langt.

Frændi í fílingGuðni Ágústsson frændi Trausta með hljóðnemann. Að öllum líkindum að ræða íslenskan landbúnað eða fara með gamanmál. Líklegast bæði.

Afi Trausta, Ágúst frá Brúnastöðum, fór á þing um miðja síðustu öld. Sonur hans Guðni svo seinna. Hann þarf ekki að kynna.

Trausti er rétt rúmlega fertugur en starfaði lengi við rúning og fór milli bæja víðs vegar um landið til þess að rýja fé og sækja íslenska ull. Á ferðalagi um Suðurlandið árið 2007, átti hann erindi á bænum Austurhlíð í Biskupstungum. Þar hitti hann fyrir heimasætuna Kristínu Sigríði Magnúsdóttur. Eða öllu heldur tók eftir henni. Hún ekki strax eftir honum.

„Ég kom þarna að rýja lömbin í vetrarrúningi og sé þá Kristínu í fyrsta skipti. Og svo kom ég aftur um haustið og þá tók hún eftir mér í fyrsta skipti,“ segir Trausti og glottir við. Í dag eiga þau hjónin fjögur börn og búa ásamt þeim í Austurhlíð.

Kosningabaráttan var hörð

Ríflega tveir þriðju þeirra félagsmanna sem kusu í formannskosningunni veittu Trausta atkvæði sitt. Fyrrverandi formaður, Gunnar Þorgeirsson, fékk þriðjung atkvæða. Sá síðarnefndi hefur síðan gagnrýnt harkalega stefnubreytingu nýrrar stjórnar BÍ og eins það hvernig aðilar sem standa utan BÍ beittu sér gegn honum.

Nefndi Gunnar, sem verið hefur flokksbundinn sjálfstæðismaður til áratuga, sérstaklega þingmenn Framsóknarflokksins, forystumenn Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra landbúnaðarmála, sem leikendur í því samhengi. Nokkuð sem Heimildin hafði einnig fjallað um.

„Ég get voða lítið tjáð mig um hans afstöðu,“ segir Trausti þegar ég hitti hann í hinni nýju Bændahöll, í Borgartúninu. „Ég ber virðingu fyrir Gunnari og því sem hann hefur staðið fyrir og hann hefur gert, og ætla bara að halda mig við það.“

Trausti sat í stjórn BÍ þann tíma sem Gunnar var þar formaður, en Trausti hafði verið formaður arms sauðfjárbænda í samtökunum. Hann segist upp úr áramótum farið að fá áskoranir um mótframboð gegn Gunnari og þá farið að „hringja símtöl og sjá hvernig landið lægi“ og séð að hann ætti góða möguleika á að hafa sigur.

„[F]yrsti maðurinn sem ég hringi í og tilkynni það er Gunnar, enda vildi ég ekki að hann læsi fyrst um það í Bændablaðinu,“ segir Trausti og kveðst þannig ekki hafa komið aftan að Gunnari á nokkurn hátt.

„Svo hefst bara kosningabarátta og ég skrifa mínar greinar í blöðin og tala við fólk og fólk talar við fólk. Ég get voða lítið að því gert hverjir tala við hvern. En þrýstingurinn sem kom á mig kom náttúrulega fyrst og síðast frá bændum.“

Um meint afskipti utanaðkomandi af framboðsslagnum, þingmanna og áhrifamikilla aðila í landbúnaði, segir Trausti:

„Hafi þeir gert það þá fann ég ekki fyrir því. Ég meina, það er bara í þessari kosningabaráttu eins og í öðrum alltaf einhver kjaftagangur og ég heyrði auðvitað einhvern ávæning af því. Ég veit hins vegar bara fyrir hvað ég stóð og við hverja ég ræddi um þetta.“

Í þeim hópi hafi ekki verið forsvarsmenn KS, sem hann hafi ekki rætt við fyrr en eftir að formannskjörinu loknu. Það sé ekki óeðlilegt eins og samtöl hans við forsmann annarra fyrirtækja í landbúnaði.

„Innan eðlilegs ramma er ekkert óeðilegt að við tökum stundum snúning á þessu fólki svo við vitum bara hvernig hljóðið er,“ segir Trausti.

Fyrir KS og SS

Heimildin hefur undanfarið fjallað um það hvers vegna akkúrat þessi tengsl hafa orðið umræðuefni í tengslum við breytingar á lögum sem veita KS og fleiri stórfyrirtækjum í landbúnaði undanþágur frá samkeppnislögum. Markmiðið með þeim var að hagræða í slátrun og vinnslu afurða bænda, svo hægt væri að tryggja bændum hærri tekjur án þess að neytendur greiddu hærra verð. 

Milliliðirnir, svokölluð framleiðendafélög í eigu bænda, ættu að taka minna til sín, með því að fá leyfi til að hagræða og vinna saman, umfram það sem öðrum fyrirtækjum er heimilt samkvæmt lögum. Óumdeilt er að breyting sem gerð var á frumvarpinu undir lokin var framleiðendafélögum og samtökum þeirra, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) mjög að skapi og í takti við kröfur og áherslur þeirra.

Kaupfélag Skagfirðinga er áhrifamest innan þeirra samtaka, en ekki síður Sláturfélag Suðurlands. Hvorugt þeirra er hins vegar í meirihlutaeigu bænda. Stóra breytingin sem gerð var af meirihluta Alþingis, á síðustu dögunum fyrir páska, var einmitt sú að þessi tvö stórfyrirtæki fengju undanþágurnar. 

Bændur efuðust

BÍ undir forystu fyrri formanns hafði goldið varhug við ýmsu í frumvarpinu eins og það leit út fyrir breytingu. Í umsögn stuttu fyrir áramót hafði yfirlögfræðingu BÍ til að mynda lagt þunga áherslu á að til lagasetningarinnar hefðu verið stofnað, í því skyni að rétta hag bænda. Verulega skorti á það í frumvarpinu. Gagnsæi væri ekki tryggt svo bændur gætu bæði fylgst betur með því að hagræðingin skilaði sér til þeirra; ekki gert ráð fyrir að að sérstök verðlagsnefnd ákveði lágmarksverð og að fyrirtæki í meirihlutaeigu eða undir stjórn bænda, fengju ein þessar víðtæku heimildir.

„[T]elja samtökin að umtalsvert vanti uppá til að útfærslan falli að starfsumhverfinu eins og það er samkvæmt núgildandi lögskipan,“ sagði svo í umsögninni. Þar var svo vakin athygli á því að nú þegar væru í samkeppnislögum, undanþáguheimild. Henni væri ætlað að veita undanþágur eins og gera átti með nýju lögunm. 

Á það var bent að undanþáguheimildin sem þegar gilti hefði verið beitt þegar Samkeppniseftirlitið heimilaði sameiningu tveggja stórra afurðastöðva á Norðurlandi, Norðlenska og Kjarnafæðis.

„Fyrir þeim samruna hafi verið sett nokkur skilyrði sem þó verða varla talin mjög íþyngjandi,“ sagði í umsögn yfirlögfræðings BÍ fyrir hönd þáverandi stjórnar, í lok síðasta árs. Samskonar athugasemdir komu þá frá Samkeppniseftirlitinu sjálfu.

Með öðrum orðum væri sú umfangsmikla lagabreyting sem stóð til að fara út í, óþörf.

Á síðustu stundu

Nokkrum dögum fyrir páska gerðist það svo að þetta sama frumvarp, tók róttækum breytingum í meðförum meirihluta atvinnuveganefndar alþingis.  Breytingum, sem lögð voru til af formanni nefndarinnar, þingmanni Framsóknar, Þórarni Inga Pétussyni.

Breytingin var þvert á ábendingar BÍ, Samkeppniseftirlitsins og raunar fleiri hagmunaaðila, utan eins; SAFL. Þannig breytt fór frumvarpið inn til Alþingis degi eftir að hafa verið lagt fram í nefndinni og varð svo að lögum, samdægurs.

Þórarinn Ingi hefur síðan gengist við því að breytingar á frumvarpinu hafi fyrst og fremst verið unnar í samráði við lögmann SAFL, sem hafði til að mynda komið á fund nefndarinnar nokkrum vikum fyrr, sem fulltrúi SAFL.

Sama dag og nýja frumvarpið var að lögum sendi ný stjórn BÍ umsögn, undirritaða af Trausta, þá nýteknum við formennsku í samtökum bænda. Þar var breytingum meirihlutans fagnað. Jafnvel þó þau atriði sem BÍ hafði áður barist fyrir, væru hluti nýju laganna.  Það var svo eitt síðasta verk Alþingis fyrir páskafrí að samþykkja lögin.

Sér tækifæri

„Þetta er ákvörðun ríkisins að gera þetta með þessum hætti og mér fannst okkur  og stjórninni – eftir að við funduðum um þetta áður en þetta fór í gegn og þá var það algjörlega okkar mat að láta frá okkur stuðning, þar sem við sjáum í þessu tækifæri fyrir íslenska bændur og neytendur,“ segir Trausti um breytta afstöðu BÍ. 

Efni þeirra, breytingar á síðustu stundu, verklag formanns þingnefndarinnar sem og samráð hans við lögmann hagsmunaaðila voru gagnrýnd harðlega. Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, Félag Atvinnurekenda, VR, ASÍ, stjórnarandstöðuþingmenn og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og meira að segja starfandi yfirlögfræðingur BÍ voru meðal þeirra sem töldu lögin veikja stöðu bænda og neytenda.

Trausti segist ekki taka undir þessa gagnrýni og segir að það liggi fyrir að árið 2028 verði unnin skýrsla af stjórnvöldum, sem meta eigi árangurinn. 

„Það er auðvitað ákveðið skrúfstykki sem er á þessum framleiðendurm og fyrirtækjum að þeir fari vel með þessa heimild,“ segir Trausti og segir að hann og stjórn BÍ hafi metið það svo sem að nýta þann glugga sem myndaðist til þess að ná breytingunum í gegn.

„Við vitum líka alveg sem er að við þurfum að fylgjast með að það sé vel farið með þetta svo ávinningurinn skili sér til bænda og neytenda. Ég hef bara ofboðslega mikla trú á því að það verði vel farið með þetta okkur til hagsbóta. Ekki bara bændum heldur neytendum líka.“

Gagnrýni Gunnars

Varðandi gagnrýni fyrirrennara hans og starfandi yfirlögfræðings BÍ, meðal annarra, á að verulega skorti á að tryggja ávinning bænda af breytingunum. Til dæmis með því að til staðar sé nefnd sem ákveði lágmarksverð til bænda í kjötframleiðslu, eins og sé í mjólkurframleiðslu, segir Trausti:

„Ég held að það hefði verið að erfitt að gera þetta á meðan við vitum ekki hverjir eru að fara að nýta þessar heimildir. Hins vegar held ég að það sé mjög mikilvægt að það sé fylgst með þessu og þá hvort þörfin verði fyrir þetta.“

-En hvernig er hægt að fylgjast með því þegar þetta gagnsæi er ekki komið á til dæmis á milli viðskipta milli sláturhúsa og vinnslu sem sömu menn stjórna svo sjásjálfir. Þú hefur séð kannanir sem sýna vantraust og erfiða stöðu bænda?

„Já það hefur verið lengi.“

-Er þá ekki ástæða til að breyta þessu og til dæmis bara með því að opna bókhaldið, það getur varla skaðað neinn?

„Nei, ég held að það myndi ekki skaða neinn og við þurfum að sjá hvort hægt sé að fara inn í þá leið þegar farið er að vinna eftir þessu frumvarpi og ég get ekki skilið það öðruvísi en það að eins og nú þegar þessar afurðastöðvar eiga þessar kjötvinnslur og að inni í þessu frumvarpi eru ákvæði um að þeir geti ekki selt sér þessar vörur ódýrari en þeir selja öðrum, sem dæmi. Ég geri ráð fyrir því að það verði gert.“

-En það er ekki gert ráð fyrir því að það verði gert?

„Er það ekki hlutverk Samkeppnisefirlitsins?“ spyr Trausti.

Samkeppniseftirlitið gagnrýndi þetta atriði sérstaklega í umsögn sinni um lögin.  Eftirlitinu sem lýst sé í lögunum eigi heima hjá öðrum stjórrnvöldum og sé þar fyrir utan „þýðingarlaust, þar frumvarpið kveður ekki á um neins konar úrræði af hálfu eftirlitsins,“ sem geti „með engum hætti komið í veg fyrir það samfélagslega tjón sem leiða mun af hinu breytta frumvarpi.“ 

Trausti segist ekki geta svarað fyrir einstaka greinar frumvarpsins, sem unnið sé samkvæmt ferlum og samþykkt af meirirhluta alþingis.

„[Þ]að er ekki mitt hlutverk að verja hvernig þeir fóru með sínar heimildir til að gera þetta. Þau fóru þessa leið.“

Samráð við SAFL ekki endilega óeðlilegt

Um það hvort það hafi ekki vakið athygli og spurningar hjá honum þegar í ljós kom að lögmaður SAFL hefði einn fulltrúi hagsmunaaðila verið kallaður til af formanni atvinnuveganefndar, til þess að vinna breytingartillögur meirihluta nefndarinnar.

„Ég hef bara ekkert velt mér upp úr því. Bara ekkert velt mér upp úr því við hverja þau töluðu. Þau töluðu við BÍ fyrr í vetur og við komum okkar sjónarmiðum á framfæri og svo bara klárar nefndin þetta.

- En það er áður en farið er í að gera þessar breytingar á frumvarpinu, þær eru skrifaðar í samráði við þessi fyrirtæki, er það ekki óeðlilegt?

„Ég bara veit ekkert um það. Voru þau ekki að vinna með lögfræðingi sem hefur unnið fyrir þessi fyrirtæki? Í mínum huga er annarra að svara þessari spurningu. Hvað sé eðlilegt og hvað sé óeðlilegt.

- Hefðirðu ekki kosið að ykkar lögfræðingur hefði þá alla vega haft sömu aðkomu að þessari vinnu eins og lögmaður SAFL?

„Mikið af þessum hagsmunum eru nú samt mjög sameiginlegir. Við sjáum bara hjá þessum fyrirtækjum, án þess að ég ætla að fara að verja þau á einhvern hátt, að ef það verður ekki snúið við blaðinu í að greiða hærra verð til bænda þá eru þeir bara að klára sig sjálfir. Þannig að hagsmunir þeirra að því að geta hagrætt og komið betur fram gagnvart bændum í hærra skilaverði er bara stór partur af því að þessi fyrirtæki haldi velli.“

„[Þ]ó þetta líti svona út“

Trausti segir að nú reyni líka á bændur sem komu að stjórnum þessara fyrirtækja, að standa fast á sínum rétti og því að hagræðið skili sér til þeirra. Það sé allra hagur að það takist. Bændur séu þegar að takast á við samkeppni erlendis frá og bæði þeir og fyrirtækin þurfi að standa sterkar gagnvart henni. 

- En er það ekki besta dæmið um hversu illa bændum hefur tekist að hafa áhrif í þessum fyrirtækjum sínum, að þau hafi farið í innflutning í samkeppni við sömu bændur?

„Ég held að þessi fyrirtæki séu nú ekki beint í mikilli samkeppni við bændur þó þetta líti svona út.“

- Bíddu, en sömu fyrirtæki og eru að flytja inn nautakjöt eru að taka við nautgripum til slátrunar, sama á við um svínakjöt og kjúklingakjöti?

„Já, já. En það sem við vitum er að fjárfestingaþörfin er mikil hjá þessum fyrirtækjum og þau eru ekki að ríða feitum hesti frá slátrun, hvorki á nautakjöti, lambakjöti eða öðru, við vitum það alveg.“

- Já en bíddu, sölunni á þessum afurðum frá sláturhúsum fyrirtækjanna yfir í vinnslur sem sömu fyrirtæki?

„Svo er það [slátrunin og vinnslan] saman, hvort að hún er að skila miklu eða ekki. Ég bara er ekkert endilega viss um það að álagningin á því sé endilega svo mikil. En ég veit það ekki.“

-En er það ekki einmitt vandamálið? Að þið vitið það ekki?

„Það getur verið vandamál, jú,“ segir Trausti og bendir á að sláturhúsin illa nýtt núna og fækkun og samvinna þeirra eigi að skila sér í hagræðingu.

„Það er ekkert mikið svigrúm til að hækka verð og auka kostnað afurðastöðvanna, öðruvísi en að þeir nýti vel þessar heimildir svo það sé hægt að vera með hagkvæmari einingar, sem þá væntanlega, og eiga að skila betri verðum til bænda án þess að það hafi áhrif á neytendur.“

-Þetta dæmi sem kom upp nýlega með SS-pylsuna og Ali baconið með þýska kjötinu sem var jafnvel ekki merkt þó það væri unnið úr erlendu kjöti. Þetta hlýtur að skaða bændur?

„Auðvitað gerir það,“ segir Trausti sem segir íslenska bændur vera að ná miklum árangri í að bæta bæði aðbúnað og afurðir sínar. Til að mynda hafi sláturþungi sauðfjár hækkað um 20% á ekki margra ára tímabili. Það segi sína sögu.

„Þetta er bara mjög óþægilegt þegar við erum í hvívetna að vanda okkur. Við vitum að íslenskir bændur eru að vanda sig á öllum skalanum. Þess vegna er þetta okkur oft erfið umræða, en við þurfum að hafa kjark til að taka hana og fyrirtækin sem við eigum að hluta eða öllu leyti eiga að vera að presentera þá vöru sem bændur eru að framleiða.“

Ósætti á skrifstofunni?

Vigdís Häsler, sem verið hafði framkvæmdastjóri BÍ, frá ársbyrjun 2021 tilkynnti fyrir rúmri viku að hún væri hætt störfum hjá samtökunum. Þó ekkert hefði verið gefið upp um hver hafi átt frumkvæði að þeim starfslokum hefur Heimildin upplýsingar um að þau hafi verið að frumkvæði nýs formanns og stjórnar BÍ. Spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að segja Vigdísi upp, segir Traust:

„Ég held að það sé aldrei óeðlilegt þegar að mikið er búið að ganga á; formannsslagur, ný stjórn og einhverjar áherslubreytingar. Og stundum á fólk vel saman og stundum ekki og hún lét af störfum og við stöndum frammi fyrir því núna að finna nýjan framkvæmdastjóra.“ 

- Eins og þú lýsir þessu, er ljóst að hún hafi ekki átt frumkvæði að þessum starfslokum sjálf á þessum tíma?

„Mér finnst það algjört aukaatriði hver átti frumkvæðið að hverju. Það er bara þannig að hún lætur af störfum eins og hefur komið fram og mér finnst ekki vera ástæða til þess að dvelja við það eða draga hana niður í einhverja neikvæða umræðu skilurðu,“ segir Trausti sem segir stjórnina þakkláta Vigdísi fyrir hennar störf.

Breytingar meirihluta atvinnuveganefndar á lokametrum lagasetningar hafa verið gagnrýndar eins og áður segir. Núverandi yfirlögfræðingur BÍ gerði það til að mynda í grein á Vísi, eftir að ný stjórn hafði tekið við og lögin lágu fyrir. Þar sagði hann ekkert í lögunum tryggja að bændur nytu ávinningsins af þeim. Spurður hvort ekki sé samstaða og traust milli stjórnar og stjórnenda BÍ, segir Trausti:

„Jú ég held það nú alveg, Helgi. Ég held að það sé alveg samstaða um það. En það er auðvitað þannig að kannski liggur það í hlutarins eðli að lögfræðin fjallar um þessi mál út frá bókstafnum, og hvað stendur og stendur ekki, en ég sé ekki að það sé eitthvað í þessu sem við erum ekki meðvituð um í þessari grein skilurðu. Hann skrifar þessa grein og ég hef ekkert út á hana að setja.“

- En ertu sammála þessari greiningu hans að það sé engin trygging fyrir bændur í þessum lögum?

„Nei ég er ekki sammála því. En ég er sammála því að það sé farið vel með þessar heimildir.“

Vill fá Íslenskar merkingar

Eitt af því sem Bændasamtökin hafa lengi talað fyrir er að tekin verði upp sérstök upprunamerking, undir eftirliti, sem staðfesti að innihald matvöru, kjöt og grænmeti, sé sannarlega íslenskt.

Upprunamerkið „Íslenskt Staðfest“ hefur þegar verið sett á laggirnar samkvæmt þessari uppskrift, en illa hefur gengið að fá framleiðslufyrirtækin til þess að taka upp merkinguna. Fyrrverandi formaður BÍ sagði það benda til þess að fyrirtækin hefðu eitthvað að fela, hve fast þau hafi staðið á bremsunni gagnvart upptöku merkingarinnar. Nýr formaður Samtakanna segir um þetta:

„Já, ég bara get ekki útskýrt hvers vegna. Ég á bara mjög auðvitað mjög erfitt með að útskýra það. Ég bara veit það ekki. En ég hins vegar er sannfærður um að það sé að breytast hljóðið í sumum þeirra. Og ég hef trú á að þegar þetta fer að rúlla af stað og einn byrjar fer þetta bara að gera sig.“

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, mun á næstu vikum hafa nóg að gera. Hann er að taka við nýju embætti, ráða þangað inn nýjan framkvæmdastjóra og koma sér inn í og taka ábyrgð á heildarsamtökum bænda. Í hagsmunabáráttu þeirra segir hann sjaldan vera frí. Þannig eigi það heldur ekki að vera. 

Svo er það sauðburðurinn heima í Austurhlíð. Þann tíma sem hann varir er aldrei frí. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Innflutningur afurðastöðva er beinlínis gerður til að koma í veg fyrir samkeppni. Blessaður formaðurinn virðist ekkert vita né skilja, nema hann sé að leika sig fávísan.
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Ja, hann bara veit ekki neitt sko...
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Treystir KS og SS til að skila ávinningi til bænda
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Treyst­ir KS og SS til að skila ávinn­ingi til bænda

Ný­kjör­inn formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist bera fyllsta traust til þess að stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði skili bænd­um hag­ræð­ingu sem þau fá með um­deild­um lög­um. Hann sé ósam­mála mati yf­ir­lög­fræð­ings sam­tak­anna. Seg­ir ekki sitt að meta að­komu lög­manns fyr­ir­tækja að um­deild­um lög­um. Eðli­legt sé að skipt sé um fram­kvæmda­stjóra með breyttri stjórn.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
4
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár