Vigdís Häsler lét í dag af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu greinir hún frá á Facebook síðu sinni. Hún segist skilja stolt við starfið og samtökin, „sem eru orðin að sterku hagsmunaafli sem vinnur í þágu bænda.“
Í byrjun mars laut Gunnar Þorgeirsson, fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, í lægra haldi í formannskosningu samtakanna og Trausti Hjálmarsson tók við. Nýi formaðurinn tók afstöðu með umdeildum breytingum sem nýlega voru gerðar á búvörulögum.
Færðu breytingarnar afurðastöðvum í landbúnaði meðal annars. undanþágur frá samkeppnislögum. Í samtali við Heimildina sagði Gunnar að ekkert í lögunum tryggði að bændur nytu afraksturs breytinganna.
Athugasemdir (1)