Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Á fimmtudag í síðustu viku var frumvarp afgreitt á Alþingi sem hefur þær afleiðingar að afurðastöðvar í landbúnaði mega nú stunda samráð sem áður var ólögmætt samkvæmt íslenskum lögum. Um er að ræða lagabreytingu sem stjórnendur afurðastöðva sem framleiða lamba-, kjúklinga- og svínakjöt hafa lengi stefnt að og til stóð að keyra í gegnum Alþingi fyrir nokkrum árum, en var þá stöðvað eftir harða andstöðu Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtaka og ýmissa hagaðila í verslun og þjónustu. Í umsögnum um það var frumvarpið meðal annars kallað „aðför að neytendum“. 

Það frumvarp sem var afgreitt nú átti ekki að innihalda heimild fyrir kjötafurðastöðvar til að hafa með sér samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar sem ólögmætt er í öðrum atvinnugreinum. Það átti heldur ekki að innihalda heimild fyrir kjötafurðastöðvar til að sameinast án takmarkana eða að veita þeim fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, smásala eða neytenda. Þessum heimildum, sem í raun …

Kjósa
94
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Góð grein, mætti alveg fylgja þessu eftir og krefjast svara. Á ekki að leyfa einhverju sjálf-vígðum kóngum að eignast alla peninganna, plebburinn þarf að geta keypt sér ís allaveganna einu sinni í viku.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst allt sem varðar þetta frumvarp sem er nú samþykkt sem lög kalli á forseta Íslands að neyta undirskrift uns lögmæti málsins hefur verið skýrt. Vafi á hvort lögin samrýmist EES samningum ætti að vera næg ástæða.
    3
  • SJ
    Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Hefur forseti Íslands staðfest þessi lög?
    1
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Guðni þú ert búinn að standa þig með prýði sem forseti. Gefðu okkur að skilnaði að leyfa okkur að kjósa um þetta mál.
    4
    • SJ
      Sigríður Jónsdóttir skrifaði
      Skora einnig á forsetann að vísa lögunum til þjóðaratkvæðis
      5
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta mál er með ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Trúi ekki að þessi lög geti staðist.
    4
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Við hverju er að búast þegar þrír framsóknarflokkar eru saman í stjórn.
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hreinasti viðbjóður og skelfing að lesa þetta. Og þessir sem að þessu standa
    sami viðbjóðurinn. Hvar er þessi ríkisstjórn? Hún virðist ekki hugsa mikið um almenning, nú sem endranær.
    9
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það verður ekki á þá logið 👿😈👿
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.
Treystir KS og SS til að skila ávinningi til bænda
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Treyst­ir KS og SS til að skila ávinn­ingi til bænda

Ný­kjör­inn formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist bera fyllsta traust til þess að stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði skili bænd­um hag­ræð­ingu sem þau fá með um­deild­um lög­um. Hann sé ósam­mála mati yf­ir­lög­fræð­ings sam­tak­anna. Seg­ir ekki sitt að meta að­komu lög­manns fyr­ir­tækja að um­deild­um lög­um. Eðli­legt sé að skipt sé um fram­kvæmda­stjóra með breyttri stjórn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár