Ljóst virðist nú að þeir fjórir menn sem frömdu hið hryllilega hryðjuverk í úthverfi Moskvu á dögunum hafi allir verið upprunnir í Mið-Asíulýðveldinu Tadjikistan.
Þótt jafnljóst megi vera að það hafi þá verið aðild þeirra að öfgasamtökunum Íslamska ríkinu sem réði gerðum þeirra en ekki þjóðernið, þá er ómaksins vert að glugga í bækur og kanna sögu og samtíð heimalands þeirra í Pamírfjöllum.
Mið-Asía var í þúsundir ára mikill suðupottur þjóða og þjóðflutninga og óteljandi þjóðir hafa langt leið sína um sléttuna miklu þar sem nú eru ríkin Kasakstan, Úsbekistan og Túrkmenistan. Flestar komu að austan og höfðu lengri eða skemmri viðdvöl á sléttunni áður en þær héldu áfram í suður eða vestur.
Frá því um árið 1300 ET (eftir upphaf tímatals okkar; eftir Krist) má segja að þjóðirnar á sléttunni hafi ýmist verið af rót Tyrkja eða Mongóla. Báðir þjóðahóparnir voru komnir úr austri, Tyrkir frá Altaifjöllum á sjöttu …
Athugasemdir (1)