Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tadjíkar frömdu hryðjuverkið í Moskvu, en hvað er Tadjikistan?

Þeg­ar þetta er skrif­að virð­ist lít­ill vafi á að morð­ingj­arn­ir fjór­ir í Moskvu séu all­ir Tadjík­ar á veg­um Íslamska rík­is­ins. En hvað­an koma þeir?

Tadjíkar frömdu hryðjuverkið í Moskvu, en hvað er Tadjikistan?
Þessir fjórir Tadjíkar hafa allir lýst sig seka um ódæðið í Moskvu: Ofar eru Saidakrami Murodalii Rachabalizoda (t.v.) og Dalerdzhon Barotovich Mirzoyev. Neðar eru Shamsidin Fariduni (t.v.) og Mohammedsobir Fayzov. Allir fjórir báru þess merki er þeir voru leiddir fyrir dómara að mikið hefði gengið á við handtöku þeirra og yfirheyrslur. Myndbönd sem eru í umferð sýna líka beinlínis fram á að þeir hafi verið pyntaðir.

Ljóst virðist nú að þeir fjórir menn sem frömdu hið hryllilega hryðjuverk í úthverfi Moskvu á dögunum hafi allir verið upprunnir í Mið-Asíulýðveldinu Tadjikistan.

Þótt jafnljóst megi vera að það hafi þá verið aðild þeirra að öfgasamtökunum Íslamska ríkinu sem réði gerðum þeirra en ekki þjóðernið, þá er ómaksins vert að glugga í bækur og kanna sögu og samtíð heimalands þeirra í Pamírfjöllum.

Mið-Asía var í þúsundir ára mikill suðupottur þjóða og þjóðflutninga og óteljandi þjóðir hafa langt leið sína um sléttuna miklu þar sem nú eru ríkin Kasakstan, Úsbekistan og Túrkmenistan. Flestar komu að austan og höfðu lengri eða skemmri viðdvöl á sléttunni áður en þær héldu áfram í suður eða vestur.

Frá því um árið 1300 ET (eftir upphaf tímatals okkar; eftir Krist) má segja að þjóðirnar á sléttunni hafi ýmist verið af rót Tyrkja eða Mongóla. Báðir þjóðahóparnir voru komnir úr austri, Tyrkir frá Altaifjöllum á sjöttu …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár