Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn

Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn
Fyrsti fílsunginn sem fannst. Hann var lagður nákvæmlega til í gröf sína með fæturna upp í loft, en þannig snúa fílar aldrei í lifanda lífi — ef þeir mögulega komast hjá því.

Fílar á Indlandi grafa dauða unga sína. Þessi ótrúlega staðreynd hefur komið fram í dagsljósið eftir að indverskir vísindamenn birtu fyrir örfáum dægrum niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á fimm hræjum fílsunga. Vísindamennirnir fylgdust með fílahjörðum draga lík sumra unganna um langan veg — lengsta ferðin tók tvo sólarhringa — þangað til fílarnir fundu nógu mjúkan jarðveg sem þeir grófu síðan ungana í.

Greftrunarstaðirnir voru í öllum tilfellum teakrar, yfirleitt með skurðum til áveitu sem gerðu að verkum að auðvelt var fyrir dýrin að krafsa og grafa í jörðina. Ekki er hægt að útiloka að einhverjir unganna hafi dáið á staðnum þar sem skrokkarnir fundust en það er þó talið mjög ólíklegt.

Sennilega hafa allir ungarnir verið fluttir á staðinn eftir að þeir dóu.

Í þeim tilfellum þar sem vísindamennirnir urðu sjálfir vitni að fílunum flytja lík unganna á greftunarstað sást að það var öll hjörð viðkomandi fíla sem tók þátt í þessu, ekki einungis móðir eða faðir hins dána fílsunga.

Ungarnir voru grafnir liggjandi á bakinu með fæturna upp, sem sé í mjög „óeðlilegri“ stellingu af fílum að vera. Fæturnir stóðu raunar upp úr jörðinni svo lík fílsunganna voru ekki alveg hulin.

Greftruðu fílsungarnir fimm fundust allir á tiltölulega litlu svæðinálægt landamærum Bhútan, eða þar sem rauða stjarnan er.

Vísindamenn hafa áður orðið vitni að því að fílar róti laufum og smágreinum yfir dauða unga en svona viðhafnarmiklar greftranir hafa ekki sést áður.

Hjá nokkurri dýrategund — nema manninum.

Ljóst mun vera að þótt greftrunarstaðirnir hafi verið skurðir grafnir af mönnum, þá voru þeir í öllum tilfellum á mjög fáförnum slóðum og því greinilegt að fílarnir ætluðust til þess að þeir yrðu látnir í friði.

Fílsungarnir fimm voru á aldrinum 3-12 mánaða og dóu af ýmsum náttúrulegum ástæðum, sem kallað er, flestir af næringarskorti en hvort það var beinlínis vegna skorts eða sjúkdóma hefur ekki verið rannsakað til fulls ennþá.

Auk fíla hafa menn hingað til  séð gíraffa, pekkarísvín, simpansa, bavíana og makakíapa og örfáar dýrategundir aðrar sýna látnu ungviði einhvers staðar virðingu eða áhuga en aldrei neitt í líkingu við það sem indversku vísindamennirnir hafa nú uppgötvað í fari indversku fílanna. 

Bæði hér og hér líka má lesa um rannsókn Indverjanna en hana leiddu Parveen Kaswan og Akashdeep Roy.

Vísindamennirnir reyna ekki einu sinni að setja fram kenningar um hvað vaki fyrir dýrunum með þessari umhyggjusemi við lík unganna sinna.

Það má hver sem les hugleiða fyrir sig.

Myndirnar hér að neðan fylgdu rannsókn vísindamenn eins og hún var kynnt í vefritinu Journal of Threatened Taxa.

Fílar draga einn dauða ungann á greftrunarstað.
Annar ungi grafinn.
Fólk yfir gröf þriðja fílsungans.
Fjórði fílsunginn, grafinn með fæturna upp í loft eins og hinir.
Fimmti og síðasti unginn. Hér má vel sá að í þessu tilfelli var hann settur í skurð sem fyrir var.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarni Halldórsson skrifaði
    Væri gaman ef Illugi læsi inn greinarnar sína eins og Sif gerir með sínar greinar.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár