Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samþykktum hælisumsóknum fækkar verulega

Sam­þykkt­ar hæl­is­um­sókn­ir voru 43% færri í fyrra en ár­ið þar á und­an og 74% færri ef Úkraínu­menn eru tekn­ir út fyr­ir sviga. Sam­þykkt­ar um­sókn­ir annarra en Úkraínu­manna voru 412 tals­ins í fyrra.

Samþykktum hælisumsóknum fækkar verulega
Neitun Af heimili fjölskyldu frá Kólumbíu sem fékk synjun í fyrra. Mynd: Golli

Fjöldi samþykktra hælisumsókna fór úr 3.455 árið 2022 í 1.972 í fyrra. Bæði árin voru Úkraínumenn langflestir þeirra sem hlutu vernd, svokallað mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta, eða um 70% – 3.881 af 5.427. Úkraínumenn fá almennt samþykkt mannúðarleyfi fljótlega eftir að þeir koma hingað til lands vegna stríðsástands í heimalandi þeirra.

Þetta sést svart á hvítu, reyndar stundum svart á grænu, ef nýbirt tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunar frá því í fyrra er borin saman við árið á undan

Fólk sem fékk hér samþykkta vernd – viðbótarvernd, alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi – og er ekki úkraínskt var því einungis 30% af þeim fjölda sem fékk samþykkta hælisumsókn hér á landi á tímabilinu. Þetta voru 1.134 árið 2022 og ekki nema 412 í fyrra. Þannig dróst hlutfall samþykktra umsókna fyrir þetta fólk saman um 74% á einu ári. 

„Kannski 500“ segir Guðrún

Í Dagmálum Morgunblaðsins í dag sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að brjóstvit hennar segði henni að Ísland muni ekki geta tekið á móti „nema kannski 500“ árlega. Hvort hún hafi átt við hælisleitendur eða flóttafólk er óljóst og hefur ekki fengist staðfest.

Guðrún tók sérstaklega fram að þetta mat hennar væri ekki byggt á gögnum, fremur tilfinningu.

Helsta ástæðan sem má nefna fyrir mikilli fækkun samþykktra umsókna á milli ára er breyting á viðhorfi yfirvalda til Venesúelabúa sem hingað sækja. Frá árinu 2019 til 2022 veittu íslensk stjórnvöld nánast öllum sem hingað flúðu frá Venesúela hæli vegna óðaverðbólgu og slæms almenns ástands í heimalandinu. Stefnubreyting var tekin í þessum málum í lok árs 2022 og hún kom til framkvæmda í fyrra með þeim afleiðingum að miklum meirihluta umsókna venesúelskra ríkisborgara um vernd var hafnað. Að mati Útlendingastofnunar hafði ástandið í Venesúela batnað. Því mótmæltu venesúelskir hælisleitendur.

Umsóknum fækkar áfram

Á sama tíma og samþykktarhlutfallið dróst verulega saman fækkaði umsóknum lítillega, úr 4520 í 4155, og þeim virðist áfram vera að fækka, miðað við tölfræði ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að alls hafi 343 sótt um vernd hér á landi það sem af er ári, áfram langflestir frá Úkraínu eða 197. Í janúar sóttu alls 170 um hæli hér á landi – 73% færri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er febrúar hafa 173 sótt hér um en þeir voru 470 í fyrra. Orðræða um áframhaldandi fjölgun hælisumsókna virðist því ekki eiga sér stoð í tölfræðinni, í það minnsta ekki sem stendur. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að dómsmálaráðherra hefði sagt 500 æskilegan fjölda flóttamanna árlega. Við nánari skoðun reyndist óljóst hvort hún ætti við flóttamenn eða hælisleitendur. Það hefur ekki fengist staðfest hjá aðstoðarmönnum Guðrúnar. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár