Martröð Venesúelabúa tekur engan enda

„Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu,“ seg­ir venesú­elski hæl­is­leit­and­inn Isaac Rodrígu­ez. Út­lend­inga­stofn­un flaug 180 sam­lönd­um hans úr landi í gær. Lög­regl­an tók á móti fólk­inu og færði það í hús­næði þar sem því hef­ur ver­ið gert að dvelja næstu tvo daga á með­an yf­ir­heyrsl­ur fara fram.

Martröð Venesúelabúa tekur engan enda
Regnboginn „Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði Isaac Rodríguez. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þegar venesúelski blaðamaðurinn og hælisleitandinn Isaac Rodríguez vaknaði á Íslandi í morgun var síminn hans fullur af skilaboðum. 180 af samlöndum hans hafði verið flogið úr landi og til Venesúela. 

Á vellinum segir fólkið að lögreglan hafi tekið á móti þeim og að þau hafi verið færð í húsnæði þar sem þeim er gert að dvelja næstu tvo daga. Fólk úr hópnum hefur verið yfirheyrt ítrekað og þeim gert að skrifa undir fjölmörg skjöl án lögfræðiaðstoðar, samkvæmt upplýsingum sem Heimildin hefur fengið frá fólki á staðnum. 

„Þau eru sökuð um að vera föðurlandssvikarar vegna þess að þau komu til Íslands og báðu um vernd,“ segir Isaac sem er sjálfur enn á Íslandi.

Væri skelfingu lostinn

Mál hans er á borði kærunefndar útlendingamála og því fór hann ekki úr landi í gær. En hann segist mjög áhyggjufullur eftir að hafa fengið fréttir af móttökum Venesúelabúa í heimalandinu í gær. 

„Þetta er eins og martröð sem tekur engan enda,“ segir Isaac. „Lögreglumennirnir eru illir, það er eina lýsingin sem ég hef um þá. Ég væri skelfingu lostinn ef ég væri þarna yfir því sem þeir geta gert þér, sérstaklega ef þú ert hluti af viðkvæmum hópi og ert til dæmis samkynhneigður.“

„Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu“
Isaac Rodríguez
blaðamaður og hælisleitandi

Isaac er sjálfur samkynhneigður og vinur hans sem fór með vélinni í gær er einnig hluti af hinsegin samfélaginu. 

Í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála segir að þrátt fyrir að stjórnarskrá Venesúela leggi bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar verði hinsegin fólk fyrir mismunun á atvinnu- og leigumarkaði og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnframt veigri fólk sem verður fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar sér við því að leita sér aðstoðar vegna vantrausts í garð lögregluyfirvalda.

Frá mótmælumIsaac ræddi síðast við Heimildina á mótmælum gegn brottvísunum fyrir rúmum mánuði síðan. Nú er fólk úr mótmælendahópnum farið til Venesúela.

Hefur engu að tapa

Í nokkur ár veittu íslensk stjórnvöld nánast öllum þeim Venesúelabúum sem sóttu hér um hæli viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í Venesúela. Fyrr á þessu ári staðfesti kærunefnd útlendingamála nokkra neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa.

Þessu hafa Venesúelabúar mótmælt harðlega enda eru aðstæðurnar í Venesúela enn mjög slæmar, glæpatíðnin þar er ein sú hæsta í heimifáir hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu og flestir almennir borgarar eiga erfitt með að mæta grunnþörfum sínum.

Fjöldi hælisumsókna venesúelskra ríkisborgara hér á landi hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum – þær fóru úr 14 árið 2018 í 1.209 í fyrra en frá janúar til september á þessu ári voru þær enn fleiri: 1.318. Eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar fór umsóknunum að fækka.

Venesúelsk stjórnvöld hafa á síðustu árum ofsótt pólitíska andstæðinga sína og fólk sem talað hefur gegn þeim. 

Hvers vegna talar þú opinberlega um þetta? 

„Það er góð spurning,“ segir Isaac. „Ég held að ég hafi engu að tapa. Ég er búinn að ganga í gegnum svo margt um ævina. Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu. Ég reyndi í það minnsta.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Trúnaðartraust“ á milli íslenskra og venesúelskra stjórnvalda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Trún­að­ar­traust“ á milli ís­lenskra og venesú­elskra stjórn­valda

Ís­lensk út­lend­inga­yf­ir­völd neita að op­in­bera sam­skipti sín og venesú­elskra stjórn­valda í að­drag­anda leiguflugs frá Ís­landi til Caracas sem end­aði með því að far­þeg­arn­ir voru flutt­ir í sól­ar­hrings varð­hald. „Trún­að­ar­traust“ á milli ríkj­anna myndi glat­ast við slíka op­in­ber­un, segja ís­lensku yf­ir­völd­in.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár