Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
Fjölskylda á flótta Þau Roger Guerra og Rosimar Barrozi sjást hér í anddyri á Hótel Hrauns í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði ásamt nýfæddri dóttur sinni, Roma Victoria Guerra. Ljósmyndari Heimildarinnar tók myndina í gegnum rennihurðina á hótelinu þar sem hann mátti ekki taka myndina þar inni Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.

Venesúelska parið Roger Guerra og Rosimar Barrozi er á flótta ásamt nýfæddri dóttur sinni, Roma Victoria Guerra. Roma litla fæddist þann 11. desember. „Þetta er mikill tilfinningarússíbani sem ég geng í gegnum núna. En ég er þakklát Guði fyrir að henni heilsast vel,“ segir Rosimar, sem er 42 ára gömul, um fæðingu dóttur sinnar. Roma er fyrsta barn Rosimar en Roger, sem er 39 ára, á fyrir fimm börn í Venesúela.

„En þetta verða líka dagar fullir af hamingju vegna þess að við erum búin að eignast dóttur okkar“
Roger Guerra,
hælisleitandi frá Venesúela talar um jólin á Hótel Hrauni

Þau búa á Hótel Hrauni í Hafnarfirði ásamt fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi. Parið flúði fyrst ófremdarástandið í Venesúela í fyrra, kom til Íslands og settist að í Grindavík, í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar sem heitir Hótel Festi, en þurfti að flýja þaðan í nóvember vegna hættu á …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Viðtal

„Ég er sagð­ur vera klikk­að­ur fyr­ir að halda í von­ina að fá að búa á Ís­landi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár