Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð

Play stefn­ir á að­al­mark­að Nas­daq á fyrri hluta þessa árs. Sömu­leið­is ætl­ar fyr­ir­tæk­ið að halda ann­að hluta­fjár­boð með það fyr­ir sjón­um að afla fjóra til fimm millj­arða króna til þess að styrkja láu­a­fjár­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Heild­artap Play nam 4,9 millj­örð­um í lok árs 2023 og í árs­reikn­ingi fé­lags­ins er sett­ur fyr­ir­vari við rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð
Flugfélagið Play stefnir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi á fyrri hluta ársins þrátt fyrir að óvissa ríki um rekstrarhæfi félagsins Mynd: PLAY

Ársreikningur Play fyrir rekstrarárið 2023 kom út í gær. Í afkomutilkynningu fyrirtækisins sem ber yfirskriftina „Ár mikils vaxtar og framfara,“ er sagt frá því að tekjur fyrirtækisins hafi tvöfaldast á milli ára og stefnt sé að örum vexti á nýju ári.

Heildartap Play var um 4,9 milljarðar króna árið 2023, en fyrirtækið gat bókfært skattalega inneign til þess að draga úr rúmlega 6,3 milljarða króna rekstrartapi.

Árið 2022 var heildartap Play 6,5 milljarðar króna miðað við gengi Bandaríkjadals í árslok 2022, en gjaldmiðilinn er uppgjörsmynt fyrirtækisins. Árið 2021 tapaði Play um 3,2 milljörðum króna. Samtals hefur fyrirtækið því tapað um fimmtán milljörðum króna frá því það tók til starfa í júní 2021. 

Hugsanlegt hlutafjárútboð í vændum

Í tilkynningu Play er greint frá því að fyrirtækið stefni á frekari hlutafjáraukningu á árinu til þess að styrkja fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Mun fyrirtækið sækjast eftir heimild fyrir útboðinu frá stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í mars. Fyrirtækið áætlar að sækja sér um þrjá til fjóra milljarða króna í hlutafjárútboðinu. Þrjú ráðgjafafyrirtæki, Arctica Finance, Fossar fjárfestingabanki og Greenhill (Mizuho) munu hafa umsjón með söluferlinu.

Forsendurnar að baki hlutafjáraukningunni eru sagðar vera ítrekuð ytri áföll sem félagið hefur þurft að glíma við frá því það var stofnað. Þar ber helst að nefna neikvæð áhrif sem jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum, og eldgosið sem hófst í gær, hafa haft á bókanir hjá fyrirtækinu.

Um talsverðan viðsnúning er að ræða hjá stjórn Play en í september í fyrra tilkynnti félagið að það myndi ekki sækjast eftir frekari hlutafé miðað við þáverandi markaðsaðstæður. Félagið jók síðast hlutafé sitt í nóvember 2022 og tókst þá að safna um 2,3 milljörðum króna með samningum við stærstu hluthafa fyrirtækisins.

Stefna á Aðalmarkað  

Í fréttatilkynningu Play kemur fram að fyrirtækið hefur hafið undirbúning við skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Hingað til hefur félagið verið skráð Nasdaq First North Growth markaðnum.

Þá segir að gert sé ráð fyrir því „yfirfærslan geti átt sér stað á fyrri helmingi ársins.“ Félagið hefur fengið fjármálafyrirtækinu Arctica Finance það verkefni að að hafa umsjón með skráningarferlinu.

Óvissa um rekstrarhæfi félagsins

Í ársreikningi Play er lýst áhyggjum yfir taprekstri fyrirtækisins og óvissa ríki um rekstrarhæfi fyrirtækisins. Þrátt fyrir að stefnt sé að því að styrkja lausafjárstöðu og tryggja áframhaldandi vöxt með hlutafjárútboði er enn talsverð óvissa uppi um rekstrarhæfi fyrirtækisins.

Gengi Play stendur nú í 5,6 krónum á hlut og hefur gengið aldrei verið lægra. Til samanburðar var útboðsgengi Play 20 krónur á hlut fyrir tilboð undir 20 milljón krónur og 18 krónur á hlut fyrir tilboð yfir 20 milljónum króna í hlutfjárútboði sem fór fram í aðdraganda þess þegar félagið skráði sig á First North markaðinn árið 2021.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár