Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð

Play stefn­ir á að­al­mark­að Nas­daq á fyrri hluta þessa árs. Sömu­leið­is ætl­ar fyr­ir­tæk­ið að halda ann­að hluta­fjár­boð með það fyr­ir sjón­um að afla fjóra til fimm millj­arða króna til þess að styrkja láu­a­fjár­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Heild­artap Play nam 4,9 millj­örð­um í lok árs 2023 og í árs­reikn­ingi fé­lags­ins er sett­ur fyr­ir­vari við rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Áframhaldandi taprekstur hjá Play sem stefnir á aðalmarkað og hlutafjárútboð
Flugfélagið Play stefnir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi á fyrri hluta ársins þrátt fyrir að óvissa ríki um rekstrarhæfi félagsins Mynd: PLAY

Ársreikningur Play fyrir rekstrarárið 2023 kom út í gær. Í afkomutilkynningu fyrirtækisins sem ber yfirskriftina „Ár mikils vaxtar og framfara,“ er sagt frá því að tekjur fyrirtækisins hafi tvöfaldast á milli ára og stefnt sé að örum vexti á nýju ári.

Heildartap Play var um 4,9 milljarðar króna árið 2023, en fyrirtækið gat bókfært skattalega inneign til þess að draga úr rúmlega 6,3 milljarða króna rekstrartapi.

Árið 2022 var heildartap Play 6,5 milljarðar króna miðað við gengi Bandaríkjadals í árslok 2022, en gjaldmiðilinn er uppgjörsmynt fyrirtækisins. Árið 2021 tapaði Play um 3,2 milljörðum króna. Samtals hefur fyrirtækið því tapað um fimmtán milljörðum króna frá því það tók til starfa í júní 2021. 

Hugsanlegt hlutafjárútboð í vændum

Í tilkynningu Play er greint frá því að fyrirtækið stefni á frekari hlutafjáraukningu á árinu til þess að styrkja fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Mun fyrirtækið sækjast eftir heimild fyrir útboðinu frá stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í mars. Fyrirtækið áætlar að sækja sér um þrjá til fjóra milljarða króna í hlutafjárútboðinu. Þrjú ráðgjafafyrirtæki, Arctica Finance, Fossar fjárfestingabanki og Greenhill (Mizuho) munu hafa umsjón með söluferlinu.

Forsendurnar að baki hlutafjáraukningunni eru sagðar vera ítrekuð ytri áföll sem félagið hefur þurft að glíma við frá því það var stofnað. Þar ber helst að nefna neikvæð áhrif sem jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum, og eldgosið sem hófst í gær, hafa haft á bókanir hjá fyrirtækinu.

Um talsverðan viðsnúning er að ræða hjá stjórn Play en í september í fyrra tilkynnti félagið að það myndi ekki sækjast eftir frekari hlutafé miðað við þáverandi markaðsaðstæður. Félagið jók síðast hlutafé sitt í nóvember 2022 og tókst þá að safna um 2,3 milljörðum króna með samningum við stærstu hluthafa fyrirtækisins.

Stefna á Aðalmarkað  

Í fréttatilkynningu Play kemur fram að fyrirtækið hefur hafið undirbúning við skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Hingað til hefur félagið verið skráð Nasdaq First North Growth markaðnum.

Þá segir að gert sé ráð fyrir því „yfirfærslan geti átt sér stað á fyrri helmingi ársins.“ Félagið hefur fengið fjármálafyrirtækinu Arctica Finance það verkefni að að hafa umsjón með skráningarferlinu.

Óvissa um rekstrarhæfi félagsins

Í ársreikningi Play er lýst áhyggjum yfir taprekstri fyrirtækisins og óvissa ríki um rekstrarhæfi fyrirtækisins. Þrátt fyrir að stefnt sé að því að styrkja lausafjárstöðu og tryggja áframhaldandi vöxt með hlutafjárútboði er enn talsverð óvissa uppi um rekstrarhæfi fyrirtækisins.

Gengi Play stendur nú í 5,6 krónum á hlut og hefur gengið aldrei verið lægra. Til samanburðar var útboðsgengi Play 20 krónur á hlut fyrir tilboð undir 20 milljón krónur og 18 krónur á hlut fyrir tilboð yfir 20 milljónum króna í hlutfjárútboði sem fór fram í aðdraganda þess þegar félagið skráði sig á First North markaðinn árið 2021.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár