Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Fólk sem að þarf ekki á þessari vernd að halda heldur er að leita að betri lífsgæðum“

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, seg­ir mark­mið­ið vera að fækka um­sókn­um um vernd á Ís­landi. Guð­rún var við­mæl­andi Helga Selj­an í tí­unda þætti af Pressu. Um­fjöll­un­ar­efn­ið var út­lend­inga­mál og af­leið­ing­ar jarð­hrær­ing­anna í Grinda­vík. Hún seg­ir mála­flokk­inn vera stór­an og knýj­andi.

„Ég tel að við getum ekki verið hér með einhvern útgjaldalið alveg galopinn sem að bara stækkar og stækkar og stækkar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í Pressu. Hún segir markmiðið vera að fækka umsóknum um vernd á Íslandi. 

Guðrún var viðmælandi Helga Seljan í tíunda þætti af Pressu. Umfjöllunarefnið var útlendingamál og afleiðingar jarðhræringanna í Grindavík. Í fyrri hluta þáttarins ræddi Helgi við al­manna­tengl­ana Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son. Ræddu þeir þá sér­kenni­legu stöðu sem nú er uppi í stjórn­mál­um.

Stækkandi útgjaldaliður

„Við erum bara með einn ríkissjóð. Við þurfum að reka þetta samfélag allt og þetta er útgjaldaliður í mörgum. Þannig að það er heldur ekki sanngjarnt að ætla að segja hérna við íslenska skattgreiðendur að einn útgjaldaliður verði bara stærri og stærri.“

Þegar horft sé til nágrannalanda Íslands sé ekki þessi fjöldi ríkisborgara frá Venesúela sem sækja um vernd, segir Guðrún. „Núna hefur orðið breyting á afgreiðslu Útlendingastofnunar sem hefur verið staðfest af kærunefnd útlendingamála. Þannig að við erum með hér núna mörg hundruð manns frá Venesúela sem munu líklega að stærstum hluta fá synjun hér um vernd á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“

„Við erum bara hér með gríðarlegan fjölda umsókna sem er fólk sem að þarf ekki á þessari vernd að halda heldur er að leita að betri lífsgæðum. Við eru sömuleiðis hér með stóran hóp fólks sem kemur hér til Íslands sem er nú þegar með vernd í öðru landi.“

Hún segir málaflokkinn vera stóran, knýjandi og dýran.

Lokuð búseta

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið lagði fram frumvarp í janúar um lok­aða bú­setu fyr­ir út­lend­inga sem ligg­ur fyr­ir að senda eigi úr landi. Kem­ur þetta í stað þess að þeir séu vist­að­ir tíma­bund­ið í fang­elsi líkt og tíðk­ast hef­ur. Nokk­uð strang­ar regl­ur eiga að gilda í lok­aðri bú­setu svo sem að­skiln­að­ur kynja, mögu­leiki á aga­við­ur­lög­um og leit á her­bergj­um.

Spurð hvort að þetta sé ekki bara fangelsi fyrir flóttamenn leggur Guðrún áherslu á að þetta sé það ekki, heldur búsetuúrræði. „Það er munur á því.“ Hún segir þetta vera ákveðna frelsissviptingu en þarna verði heimilt að vista einstaklinga til að tryggja návist þeirra þegar þeir eiga að yfirgefa landið. Guðrún segir Ísland vera eina landið innan Schengen sem uppfyllir ekki skilyrði um að vera með brottvísunarbúðir.

„Við erum að beita því úrræði hér að setja fólk sem á að fara frá landinu í gæsluvarðhaldsvistun á Hólmsheiði sem er harðasta úrræði sem þú eiginlega getur beitt gagnvart fólki sem að hefur ekkert annað til saka unnið en að það fær ekki samþykkta dvöl í þessu landi. Mér finnst það ekki hægt að bjóða því fólki upp á það og það hafa verið gerðar athugasemdir af Schengen um að við séum að vista umsækjendur um vernd í gæsluvarðhaldsfangelsi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár