Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: „Ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir mál­flutn­ing sinn um hæl­is­leit­end­ur síð­ustu daga ekki vera hat­ursorð­ræðu eða ras­isma held­ur raun­sæi. Hann seg­ir nauð­syn­legt að end­ur­skoða regl­ur í mála­flokkn­um. Ís­lend­ing­ar taki á móti fleira fólki en hin Norð­ur­lönd­in.

Bjarni: „Ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi“
Utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson kallaði tjaldbúðirnar á Austurvelli „hörmung“ í síðustu viku. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson segir sig ekki hafa látið í ljós hatursorðræðu eða rasisma heldur raunsæi með málflutningi sínum síðustu daga. 

Í Silfri gærkvöldsins ræddi Bjarni um stöðu hælisleitenda og mótmælin sem hafa verið á Austurvelli vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málaflokknum. Í síðustu viku skrifaði Bjarni á Facebook að tjaldbúðirnar sem hafa staðið á torginu í nokkrar vikur væru hörmung. Enginn ætti að fá að flagga fána annarra þjóða fyrir framan Alþingi til að mótmæla stjórnvöldum. Hvatti hann til að eftirlit væri aukið á landamærunum og reglur hertar í málaflokki flóttafólks.

Bjarni varði sig í beinni útsendingu í gærkvöldi og sagði að ásakanir um að hann væri rasisti sem birst hefðu í kjölfar þessara ummæla væru „rakalaus málflutningur.“ Vildi hann meina að Ísland tæki á móti fleiri umsóknum um alþjóðlega vernd en mörg af hinum Norðurlöndunum. Hafnaði hann því alfarið að …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Nú stend ég með Bjarna,treysti Sjöllunum fyrir landamærunum ef Ís Drotninginn bregst sem mér fynst ólíklegt eigum við Jón Gu og Brynjar eftir ,og svo öflugar BAKGRUNS ransóknir.
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár