Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hundruð Grindvíkinga skora á ríkið til að kaupa sig út

Söfn­un und­ir­skrifta er haf­in þar sem skor­að er á rík­ið að beita sér fyr­ir því að borga út eign­ir Grind­vík­inga sem ætla sér ekki að flytja aft­ur í bæ­inn. Alls hafa 333 skrif­að und­ir list­ann þeg­ar þessi frétt er skrif­uð. Fast­eigna­mat eigna í Grinda­vík var 92,4 millj­arð­ar króna á síð­asta ári.

Hundruð Grindvíkinga skora á ríkið til að kaupa sig út
Hús í hættu Hraunflæðið hefur þegar náð til húsa í Grindavík og mun sýnilega ná til fleiri. Mynd: Golli

Undirskriftalisti hefur verið stofnaður þar sem skorað er á stjórnvöld til þess að borga út eignir þeirra Grindvíkinga sem óvissir með að flytja aftur í bæinn. Gossprunga opnaðist í hádeginu í dag skammt frá nyrstu hverfum Grindavíkur, og hraunið hefur þegar flætt og gjöreyðilagt tvö hús í hverfinu Efrahóp.

Ábyrgðamaður undirskriftarlistans, Birgir Örn Harðarson, segir í samtali við Heimildina að fólk sem vilji komast frá Grindavík vilji láta borga sig út úr fasteignum sínum. „Ég ákvað bara að búa til þennan lista uppá það að fá tölu á þá sem vilja fá borgað út. Og ég bara innilega vona að þetta gangi upp útaf því hvernig ástandið er núna.“ Alls hafa 333 skrifað undir listan þegar þessi frétt er skrifuð.

Hraun hefur flætt in í nyrstu hverfi GrindavíkurVefmyndavél RÚV

Hraunið er, enn sem komið er, ekki komið nálægt húsi Birgis, sem segist hafa ætlað að fara til Grindavíkur í morgun til þess að taka myndir af húsi sínu til að senda á náttúruhamfaratryggingarnar. „Það er komin skekkja á húsið og ég ætlaði að fara í dag að taka myndir.“

Samkvæmt tölum sem Heimildin fékk frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í nóvember nam heildarfasteignamat eigna í Grindavík 92,4 milljörðum króna á árinu 2023, á meðan að brunabótamat sömu fasteigna stóð í 141,2 milljörðum króna.

Grindavík brennurHraun úr síðari gossprungunni flæðir ný yfir byggð í Grindavík og hraun og þeirri fyrri gæti gert það sömuleiðis.

Þegar einungis er horft til einbýlishúsa, sem eru hlutfallslega stór hluti eigna í Grindavík, var samanlagt fasteignamat þeirra rúmir 34 milljarðar króna en brunabótamatið nam rúmum 39,9 milljörðum króna. 

Sumir vilja fara og aðrir vilja vera eftir 

Í færslu sem Dagmar Valsdóttir, viðskiptafræðingur, birti á Facebook-síðunni Íbúar í Grindavík í gær, veltir Dagmar fyrir sér hversu margir Grindvíkingar vilja flytja á brott og fá heimili sín greidd út af ríkinu og stofnar til óformlegar könnunar. Alls tóku 346 manns þátt í könnuninni. Samkvæmt niðurstöðum vill meirihluti, 69 prósent, fá eignir sínar greiddar út. Hins vegar vilja 25 prósent þáttakenda könnunarinnar búa áfram í Grindavík. 

Könnun meðal íbúa GrindavíkurFlestir vilja fá eignir sínar greiddar út af ríkinu

Í samtali við Heimildina segir Dagmar að hún telji, eftir atburði dagsins, að þeim hafi sennilega fjölgað sem vilja fá hús sín greidd út. Sjálf á Dagmar tvö hús í Grindavík og getur ekki hugsað sé að flytja þangað aftur. 

Umræðan um að fá húsnæðin bætt hefur átt sér stað um nokkurt skeið, en áður en gosið hefur umræðan einkennst af talsverðri óvissu. Færslan hafi verið tilraun þess að fá skýrari mynd á það hvað fólkið í Grindavík vill.

„Fólk hefur verið að tala um að ekkert verði gert og það muni standa upp með kostnaðinn. Fyrst vil ég bara sjá hversu margir eru til í ef við þurfum að mótmæla því að við séum með verðlausa eign. Og við getum ekki sagt að það var ekki gert neitt ef við höfum ekki einu sinni ákveðið sinni hverjir vilja og hverjir vilja ekki fá aðstoð. Og hvernig aðstoð. Við getum ekki ætlast til þess að ríkisvaldið viti hvað eigi að gera nema við séum með einhverskonar könnun yfir því.“  

Þá segist Dagmar hafa skrifað undir undirskriftalistann sem Birgir Örn Harðarson birti á Ísland.is. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Skrítið hvað er til mikið af peningum þegar er talað um „Þjóðarhöll“ fyrir íþróttir en enginn peningur fyrir fólk!
    -1
  • Thorunn Ravn skrifaði
    auðvitað á ríkið að borga fólk út úr þessum aðstæðum! Allt annað er fráleitt!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár