Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íbúi við Efrahóp leitar vonar í stuðningi landsmanna: „Við höfum risið upp úr ótrúlegustu hlutum“

Grind­vík­ing­ar syrgja sam­fé­lag­ið sitt, en leita von­ar og hald­reip­is í stuðn­ingi Ís­lend­inga. Sól­ný Ingi­björg Páls­dótt­ir, sem býr í Efra­hópi, við göt­una þar sem hraun streym­ir nú, seg­ir Grind­vík­inga hafa bogn­að en ekki brotn­að.

Íbúi við Efrahóp leitar vonar í stuðningi landsmanna: „Við höfum risið upp úr ótrúlegustu hlutum“
Íbúar við Efrahóp Sólný Pálsdóttir er hér ásamt syni sínum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólný Pálsdóttir, íbúi í hverfinu Efrahópi í Grindavík, segir að nú sé tími fyrir samstöðu. Húsið hennar er í hinum enda götunnar þar sem hraun rennur nú.

Syrgja samfélagið

Þegar Heimildin hafði samband við Sólnýju sagðist hún væri erfitt að vera Grindvíkingur. Íslendingar verði nú að taka höndum saman og styðja við Grindvíkinga, sérstaklega þá sem enn eiga eftir finna sér varanlegt húsnæði.  Heimilið er grunnþörf og að vera kippt út úr þessu er mikil áskorun,“ segir Sólný. 

Fyrr í morgun lýsti hún stöðunni í beinni útsendingu á RÚV. „Þetta er náttúrulega öll gatan og allt samfélagið er eins og ein fjölskylda. Ég held að við séum öll í einhverju doðaástandi. Að syrgja bara mest samfélagið okkar. Við erum náttúrulega búin að halda í vonina allan þennan tíma að við færum alltaf heim. Ég er ekki að segja að sú von sé úti, en vissulega slær þetta mann niður. Þetta lítur ekki vel út,“ sagði hún. 

Heldur í vonina

Í viðtali á RÚV sagði Sólný að þrátt fyrir erfitt ástand ætli hún að reyna finna vonina, ekki síst með hjálp annarra landsmanna.

Við höfum risið upp úr ótrúlegustu hlutum. Ég er sorgmædd og dofin, en ég ætla að finna vonina aftur. En maður verður líka að vera raunsær. Þetta er ekki góð staða. Mjög slæm staða. En eins og ég segi, við Grindvíkingar erum sterk. Við látum þetta ekkert buga okkur. Við tökum því sem að höndum ber og höldum áfram.

Þau eru tólf saman í dag að fylgjast með atburðarásinni. „Við sitjum hérna, erum svolítið mörg hérna. Strákurinn minn var að halda upp á fjórtán ára afmælið sitt í gær og með sjö vini í gistingu. Þannig að við erum hérna tólf manns og tveir hundar að fylgjast með. Ég reyndar tók rúnt inn í morgun inn í Keflavík. Það róar mig alltaf að sjá þetta með eigin augum,“ segir Sólný samtali við Sunnu Valgerðardótttur og Guðmund Pálsson í sameinaðri útsendingu RÚV.

Vonuðust til að bærinn myndi sleppa

„Rétt áður en þessi sprunga opnaðist fyrir aftan hjá okkur í Efrahópinu var ég viss um að þetta myndi lognast út af og stoppa. Þannig að þetta er líka búið að vera svolítill rússíbani. Það vildi þannig til að ég var líka vakandi í nótt þegar skjálftavirknin fór af stað, af því að ég var með alla unglingana í gistingu og það gekk misvel að sofna. Þannig að ég er ósofin líka. Þetta er búinn að vera mikill rússíbani ferlið í nótt, skjálftarnir sjálfir og óvissan um hvort þetta kæmi upp í bænum. Það er alltaf svolítið sérstök tilfinning, nú er þetta fimmta skiptið sem gýs. Það er svolítið sérstakt, þessi léttir sem kemur yfir mann. Það er erfitt fyrir marga að skilja það. Einhvern veginn að vita hvar þetta kemur upp. Þetta er búið að vera mjög erfiðir klukkutímar ef ég er alveg hreinskilin og heiðarleg. Þetta er bara svolítið óraunverulegt.“

Hús Sólnýjar er alveg við jaðar byggðarinnar. „Við eigum þetta fallega hús þarna í endanum. Eins og í gamla daga voru húsin skýrð í Grindavík og víðar. Þannig að húsið okkar heitir Mánahraun og hefur borið það nafn með mikilli sæmd og ég ætla að trúa því og treysta að þetta fari eins og best verður á kosið út frá þessari slæmu stöðu. Ég ætla ekki að missa vonina. Ég held að ég tali fyrir munn allra Grindvíkinga, að við gefumst aldrei upp. En við erum slegin niður og við höfum bognað. En við höfum ekki brotnað. Og núna stöndum við saman.

Nú verður að styðja við Grindvíkinga

Svo erum við, ég tala fyrir mig og örugglega fleiri, við erum þakklát fyrir endalaust hlýjar kveðjur, ljós og kærleika. Það eru allir að hugsa til okkar. Mig langar bara að segja takk við þjóðina fyrir það. Bæði hvernig það er búið að standa með okkur að flestu leyti – þó ýmislegt hefði mátt betur fara og nú verða stjórnvöld að girða sig í brók og aðstoða fólk með húsnæðismál – en að öðru leyti allur kærleikurinn og ljósið og allt sem við höfum fengið. Kveðjurnar núna. Þetta er ómetanlegt að fá þetta. Því maður þarf alltaf að fá lánaða von í svona aðstæðum. Við þiggjum allt ljós frá ykkur.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár