Svæðið við Grindavík er nú hamfarasvæði og lætur nærri því að um „innanbæjargos“ sé að ræða, en aðeins tveir þéttbýlisbær á landinu geta orðið fyrir slíku. Nýtt gosop opnaðist rétt í þessu skammt frá byggðinni í Grindavík.
„Þetta hraun mun renna í átt að Grindavík. Þetta er bara smáspotti að nyrstu byggð,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands.
Hraunið úr fyrstu gossprungunni stefnir hins vegar úr núna í átt að Grindavíkurvegi, meðfram varnargarði, og er meginstraumur hraunsins norðan megin varnargarðs en minna kemur upp sunnan hans, Grindavíkurmegin.
Líklegasta atburðarásin núna er að í stað langrar gossprungu verði eitt til þrjú gosop virk. „Það er stóra málið hvar þeir gígar enda með að vera,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við RÚV. Skömmu eftir að þau orð féllu opnaðist nýtt gosop rétt upp við byggðina, nokkra tugi metra frá nyrstu húsum.
Nyrðri gossprungan er nú um 850 metra löng. …
Athugasemdir